Yfirlit
Skólaársskipulagning er mikilvæg fyrir nokkrar aðgerðir í SpeedAdmin:
- Að búa til ný skólaár – (upphaf/lok)
- Orlofs – og frídagaskipulagning
- Gerð stundaskráa fyrir alla kennslu auk annarra bókana
- Útreikninga á öllum vinnutímakröfum kennara
- Skráning og talning á vinnutímum
Það er því mikilvægt að skólaársáætlanir sé rétt uppsettar og þeim viðhaldið ef breytingar koma upp.
Með skólaársáætlun er hægt að skipuleggja almenna frídaga, frídaga nemenda og starfsdaga, fyrir allar skólaársáætlanir og þar með allar námsgreinar í skólanum. Hægt er að setja upp mismunandi skólaársáætlun eftir námi ef þess er þörf.
Uppsetning skólaárs
Grunngögn > Orlofs- & skólaársáætlun
- Setja upp sumarleyfi (5 vikur)
- Fyrir hverja skólaársáætlun eru vinnudagar og starfsdagar skilgreindir
- Stofna fleiri skólaársáætlanir og úthluta á nám, þar sem þær eiga að gilda
- Hreinsun/eyðing af áætlunum ásamt bókunum
Uppsetning á frídögum
Orlofsdagar eru settir inn með því að velja "Orlofsdagar" til vinstri í valmynd, síðan þarf að smella á hengilásinn (ef hann er rauður og lokaður er ekki hægt að vinna í dagatali) og þá er hægt að merkja þá daga sem teljast orlofsdagar.
Til að velja fleiri en einn samliggjandi dag er músartakkanum haldið inni og dregið yfir þá daga sem á að velja. Þegar músartakkanum er sleppt er sett inn nafn á fríinu og valinn litur.
Almennir frídagar
Allir heilir lögbundnir frídagar eins og þeir eru skilgreindir í samningnum verða fyrirfram skilgreindir undir "Frídagar". Ekki er hægt að bæta við eða breyta lögbundnum frídögum:
Frídagar nemenda
Þegar frídagar eru settir inn þá sjá nemendur einungis að það sé ekki kennsla á viðkomandi degi. Til að þeir sjái hverskonar frídaga er um að ræða er hægt að skrá frídaga nemenda. Dæmi:
Ef að tveir starfsdagar eru settir inn fyrir jólafrí, þá sér nemandi einungis að það er ekki kennsla þá daga. Ef þessir dagar ásamt jólafrísdögunum er allir skráðir sem 'jólafrí' þá kemur það fram á forsíðu og í appi . Á myndinni hér fyrir neðan eru 21 og 22 desember starfsdagar fyrir kennara en þeir eru skráðir sem samhangandi jólafrí með lögbundnu frídögunum:
Fyrir hverja skólaársáætlun eru vinnudagar og starfsdagar skilgreindir
Það þarf að skilgreina alla daga sem ekki eru frídagar sem annaðhvort kennsludag eða starfsdag (án kennslu).
Kennslutíma er sjálfkrafa aðeins hægt að bóka á daga sem eru merktir sem kennsludagar.
Veldu viðkomandi tegund vinnudags - ýttu á músina og dragðu yfir viðkomandi daga. Hægt er að merkja laugardag og sunnudag sem vinnudaga með því að smella á þá hvern fyrir sig.
Þegar kennsla er bókuð verður kennslunni dreift yfir þá daga sem merktir eru með kennslu.
Stofna fleiri skólaársáætlanir og úthluta til náms, þar sem þær eiga að gilda
Úthluta til náms - þar velur þú hvaða skólaársáætlun þú vilt setja á ákveðið nám. (Þetta þarf einungis að gera ef þú notast við fleiri en eina skólaársáætlun).
Ath. Bókunum er ekki eytt/bætt við sjálfkrafa þegar ný áætlun er sett á nám, aðeins þegar námið er sett inn í ”Búa til stundaskrá”.
Skólaársáætlun uppfærð á miðju skólaári
Þegar settir eru inn frídagar eða starfsdagar getur það haft áhrif á bókanir sem nú þegar eru til staðar, og því mun birtast viðvörun efst í hægra horni.
Bókunum eru ekki eytt eða þær fluttar fyrr en maður velur það handvirkt á listanum undir Athuga bókanir utan kennslu og þar á eftir að smella á Úthluta sjálfkrafa skráðum bókunum. Listinn sýnir þær bókanir sem verða fyrir áhrifum af breytingunni og þarf því að notast á hverja breytingu/áætlun.