Byrja þarf á því að virkja aðgerðina og setja inn upplýsingareit/i sem þarf að fylla út.
- Grunngögn > Stillingar fyrir umsóknir og endurinnritun > Hljóðfæraleiga (flipi) og settu leiguhljóðfæri á já.
- Nafn reits – Hér eru settar inn spurningar fyrir umsóknina,
- Tegund reits - er þetta já/nei spurning, á svarið að vera texti o.s.frv.
- Þarf að útfylla - er þetta spurning sem þarf að útfylla eða er þetta val spurning?
Hægt er að raða spurningum í aðra röð eftir á með því að smella á hamborgarmerkið og draga upp/niður.
5. Veldu reitarsett – Það er sjálfkrafa valið staðlaða reitarsettið. Þetta á einungis við þegar nemandinn er einungis að óska eftir að leigja hljóðfæri og ekki sækja um nám.
Bæta hljóðfæraleigu við umsókn og setja inn texta
Til að hægt sé að vinna í umsóknarsíðu þá verður þú að vera ofurnotandi. Til að opna síðuna, farðu í Grunngögn > Stillingar fyrir skráningu og endurskráningu > Almennar (flipi) og smella á:
Á forsíðunni getur þú bætt við nýjum þætti í eitt af 3 skikasvæðum með því að:
- Smella á á skikasvæði. Við mælum með skikasvæði B þar sem það sést alltaf á síðunni þó að maður fletti í gegnum skráningarsíðuna.
- Þegar maður opnar breytingamöguleikann, velur maður „hljóðfæraleiga“
- Litaþema – Veldu hvaða lit þú vilt nota í bakgrunn
- Heiti skika – Bættu við heita á skika. T.d. „Umsókn um hljóðfæraleigu“
- Mynd – Það er valkvætt að setja mynd í skikann
- Texti – Settu inn texta sem birtist fyrir neðan heiti skikans. T.d. „Sækja um að leigja hljóðfæri“.
- Heiti á skikahlekk – Þetta er heitið á hlekknum sem bætir umsókninni við körfuna. T.d. „Bæta við umsókn“
Fara yfir umsóknir (umsýsluaðili) sem koma í verkefnabakka (hljóðfæraleiga) í valmynd efst til hægri
Þegar nemendur hafa sótt um að leigja hljóðfæri þarf að samþykkja það sérstaklega og eru umsóknir staðsettar i verkefnabakkanum í valmyndinni. Sem ofurnotandi getur þú farið yfir umsóknir, úthlutað hljóðfærum og unnið úr umsóknum.
MIKILVÆGT! Umsóknir eru sýndar eftir því skólaári sem valið er í SpeedAdmin
- Nýjar umsóknir eru sýnilegar undir „Nýtt“
Hægt er að fara yfir umsókn með því að smella á örina við hliðina á nafni nemanda.
- Þetta opnar umsóknina. Það er hægt er að bæta við athugasemdum við umsókn ef að þarf að skoða eða vinna við að skipuleggja hljóðfæri eða ef aðrir umsýsluaðilar þurfa að fara yfir. Einnig er hægt að gefa umsókn stöðu eins og „Í vinnslu“ til að gefa öðrum umsýsluaðilum til kynna að þú sért að vinna í umsókn. Hægt er að takmarka athugasemdir við réttindahópa.
- Þegar þú hefur uppfært stöðu í „Úthlutað hljóðfæri“ mun kerfið gera þér kleift að úthluta hljóðfæri úr skránni úr SpeedAdmin gagnagrunninum.
- Nemandanum hefur þá verið úthlutað hljóðfæri og þú getur farið í gagnakort nemandans og búið til samning og sent hann með tölvupósti til nemanda og/eða forráðamanns.