Til að sjá yfirlit yfir hljóðfæri sem eru skráð í SpeedAdmin: Flýtiaðgangur > Hljóðfæri
Hér eru listuð upp þau hljóðfæri sem skólinn er með á skrá. Athugaðu að það gæti verið sía á listanum
Til að skrá nýtt hljóðfæri handvirkt:
- Veldu >
- Fylltu út þá reiti sem eiga við
- Smelltu á „Stofna“
Eftir þetta mun hljóðfærið birtast á hljóðfæralistanum og hægt að leigja það út svo lengi sem það er hakað í að það sé virkt.
Einnig er hægt að fá SpeedAdmin til að hlaða inn hljóðfærum í einu lagi ef fyllt er út sniðmátið neðst í leiðbeiningunum
Breyta reitum á gagnakorti hljóðfæris
Það gæti verið nauðsynlegt að setja inn aðrar upplýsingar á gagnakort hljóðfæris eða einhverjar þeirra eru ónauðsynlegar.
Til að breyta reitum á gagnakorti hljóðfæris: Grunngögn > Tegund úrræðis > > smella á ör
Hér er hægt að bæta við reitum eins og þarf.
- Nafn reits
- Tegund reits – þetta ákvarðar hvernig á að fylla þenna reit út, getur verið dagsetning, texti, tölur o.s.frv.
- Röð – ákveður hvar í röðinni tiltekinn reitur birtist
- Réttindahópur – Það er fyrst hægt að breyta réttindahóp eftir að búið er að setja inn reit. Sem sagt fyllt út reitinn, smella á „Setja inn“ og þar eftir smella á „Breyta“ og þá er hægt að velja hverjir hafa les- og/eða skrifaðgang .
- Flipi – Leyfir þér að færa þennan reit frá aðalgagnakorti og í flipa fyrir neðan gagnakort. Til að það sé hægt þá verður þú að hafa skráð flipann í Grunngögn > Flipar
Hér höfum við, sem dæmi, bætt við TEST flipa í Flipar. Þegar bætt er við nýjum reit er hægt að velja að setja hann undir flipann TEST. Síðan er farið inn í Flýtiaðgangur > Hljóðfæri > velja hljóðfæri og þá sést nýji flipinn sem heitir TEST. Allir reitir sem valið er að setja undir þennan flipa birtast þar.
- Má flytja á heimasíðu – Ef þú hefur sett up API til að deila upplýsingum um hljóðfæri á heimasíðu getur þú ákveðið hvort að viðkomandi reitur á að birtast þar.
- Reiturinn er skráður með því að smella á „Setja inn“.