Að búa til viðburð er hægt að gera á fleiri en einn máta.
- Finna stofu
Opna stundaskrá fyrir viðkomandi stofu
notaðu táknið til að búa til bókun á viðkomandi degi í stundaskrá stofunnar.
- Nota stofuyfirlit
- Velja lausa stofu
- Búa til bókun með því að nota táknið .
- Búa til með því að nota táknið
á eigin stundaskrá
. Hér þarf að bæta við stofunni eftirá.
Þegar smellt er á táknið í ofangreindum aðgerðum þarf að finna rétta dagsetningu í stundaskránni og draga með músinni yfir þann tíma sem viðburðurinn á að eiga sér stað og smella þar á eftir á ’Stofna nýja bókun’.
- í glugganum sem kemur upp slærðu inn viðeigandi upplýsingar og smellir á ’Stofna nýja bókun’
Hægt er að breyta upphafs/lokatíma (2) ef maður hittir ekki á réttan tíma í stundaskránni
- stofu er bætt við í næsta glugga ef farið er í gegnum eigin stundaskrá.
- Nota viðburðadagatal
Einnig er hægt að fara í viðburðardagatal og stofna nýja bókun
-Smella á ’Stofna nýja bókun’
Breyta viðburði
Til að breyta tónleikum, getur þú farið inn í viðburðadagatalið og valið viðkomandi tónleika með því að smella á dagsetninguna.
-Neðst í bókuninni sérðu "tónleikadagskrá". Hér fyrir neðan sést eitt slíkt þar sem engir flytjendur eru skráðir:
-Þar er hægt að smella á ’Skrá á tónleika’ til að bæta við dagskrá tónleikanna.
Setja inn dagskrá
Smelltu á ’Nýtt atriði’.
Þar er síðan hægt að bæta listamönnum og verkum.
Undir listamenn er hægt að bæta við; „Nemandi“, „Hóptími“ eða „Frjáls texti“.
-Að bæta við nemendum og hóptíma er gert á sama hátt.
Hægt er að leita með frjálsum texta, eftir námi og/eða velja eigin nemendur.
Síðan þarf að smella á nemandann til að velja hann.
Nemendunum er bætt við dagskrána með því að smella á ’Vista og loka’.
Ef valdir eru fleiri en einn listamaður í einu birtast þeir sem einn dagskrárliður
Hóptímum er bætt við á sama hátt
Ef um sama dagskrárlið er að ræða er smellt á ’Bæta við’ undir dagskrárliðnum eða ’Nýtt atriði’ ef um er að ræða nýjan dagskrárlið.
Ath. að ef hóptími er valinn, kemur einungis nafnið á hóptímann en ekki nafn hvers nemanda
Bæta við frjálsum texta
Frjáls texti er notaður til að bæta við dagskrárliðum án þess að sækja upplýsingar frá Speedadmin, t.d. sér dagskrárliðum.
Útkoma
Þegar búið er að bæta við dagskrárliðum er smellt á ’Lokið’.
Setja verk inn í dagskrá
Hægt er að bæta við tvenns konar verkum, titlum og frjálsum texta. Þetta er gert á sama hátt og með nemendur osfrv.
Bættu við titlum eða frjálsum texta með því að smella á ’Bæta við’.
Bæta við tónlistarverki
Í tengslum við viðburðahlutann hefur „almennum” titlagagnagrunni verið hlaðið inn í samvinnu við Koda í Danmörku, sem er sambærilegt félag og STEF á Íslandi.
Þannig er hægt að leita í sameiginlegum gagnagrunni, auk þess að bæta við nýjum titli þar sem gagnagrunnurinn, er ekki tæmandi.
Ath. að ef nýjum titli er bætt við verður það opinbert fyrir alla notendur SpeedAdmin.
Leitarsíur
Í leitarglugganum hefurðu 3 síunarvalkosti, „Titill“, „Rétthafi“ og „Mínir titlar“.
-Leita eftir titli
Finnur titil verks og einnig ef að tónverkið hefur þekkt aukanafn, þ.e.a.s. sum lög hafa ákveðið nafn, en geta í daglegu tali kallast eitthvað annað, t.d. er lagið „Do you know it“ eftir Søren Kragh Jacobsen, einnig þekkt sem „Mona Mona“.
-Leita að rétthafa
Einnig er hægt að sía eftir rétthafa, rétthafi er einn þeirra sem á rétt á hluta lagsins, eins og tónskáld, útsetjari, þýðandi o.s.frv. Þannig er hægt að leita að Kim Larsen, og fengið bæði lögin sem hann hefur samið, en einnig þau sem hann hefur útsett.
-Mínir titlar
Með því að haka við ’mínir titlar’ getur þú fengið upp þá titla sem þú hefur stofnað.
Velja titil
Þeir titlar sem finnast eru valdir með því að smella á þá. Hægt er að breyta öllum reitum.
Smella á ‚Vista og loka‘ til að bæta titlum við dagskrána.
Bæta við frjálsum texta
Ef frjáls texti er valinn getur maður bætt við dagskrárlið sem ekki á að bæta við gagnagrunn, t.d ræðu eða annað.
Smelltu á ’Vista og loka’ til að bæta við frjálsa textanum
Ef aðeins eru valin verk og ekki listamenn munu þau fylla út í viðburðinn.
Ef bæði listamenn og verk eru valinn, deila þau plássi
Ef einungis listamenn eru valdir og engin verk, taka þeir samt einungis hálft pláss
Breyta tímasetningu
Tónleikar eru byggðir á lengd bókunar. Efst í dagskrá (blár haus) sjást tvær tölur, lengd og lausar mínútur.
Lengd er heildartími bókunar og Lausar mínútur sýnir hveru margar mínútur eru til baka af heildartíma til að setja inn atriði.
Þú getur aðeins bætt við dagskrárliðum með lengd sem er innan heildartímans sem þú hefur skráð fyrir tónleikana. Ef þú ferð yfir heildartímann færðu viðvörun.
Úthluta tíma til annarra kennara
Hægt er að veita ákveðnum kennurum aðgang. Aðeins valdir kennarar geta bætt við dagskrárliðum.
Dæmi:
Við gefum kennurunum Ara og Brynhildi aðgang að tónleikunum og þau fá 10 mínútur hvor.
Til að bæta þeim við þurfum við að fara aftur á bókunarsíðuna og smella á ’Breyta’ undir Kennari
Fylltu út formið og veldu kennara sem á að bæta við, hægt er að breyta úthlutuðum mínútum fyrir hvern kennara, hægra megin á síðunni. Smella á ’Loka’ þegar formið er útfyllt
Nú geta viðkomandi kennarar bætt við nýjum dagskrárliðum á tónleikana, en sem takmarkast við 10 mínútur.
Ef annað hvort þeirra skráir sig síðan inn og vill breyta dagskránni munu þau sjá að aðrir hlutar eru læstir og þeim er ekki heimilt að breyta þeim. Hér fyrir neðan sést að Brynhildur hefur ekki réttindi til að breyta dagskrárliðum hinna.
Kennararnir munu sjá að efst í dagskránni hefur verið bætt við öðrum reit, „Úthlutað“ sem og stöðu yfir þann tíma sem eftir er.
Kennararnir getur bætt við eins mörgum dagskrárliðum og hægt er innan uppgefins tíma.
Læsa tónleikum / viðburði
Tónleikum er læst af "Tónleikastjóra".
Ef tónleikarnir eru læstir er ekki hægt að breyta þeim. Þú læsir tónleikunum með ’Læsa’ takkanum.
Ef þú vilt breyta eftir á er hægt að opna tónleikana aftur.