Ef flytja á nemendur frá einum kennara til annars er það gert á eftirfarandi hátt.
Veldu Tímar hjá þeim kennara sem flytja á nemandann frá.
Finndu þann eða þá nemendur sem á að flytja til annars kennara og hakaðu við. Smelltu síðan á Aðgerðir og veldu flytja.
Veldu síðan:
- Dagsetningu flutnings
- Kennara sem nemendur eiga að flytja til
- Haka við ef bókun nemandans á að afritast.
- Smella á Flytja
Nemandi/nemendur hafa nú fengið lokadagsetningu hjá þeim kennara sem nemandi/nemendur eru að flytja frá.
Hjá nýja kennaranum mun nemandinn birtast með þessum skilaboðum
ef kennaraskipti verða í tengslum við nýtt skólaár getur verið betra að „eyða“ nemandann frá ranga kennaranum. Það er gert með því að smella á Aðgerðir við hlið nemandans undir Tímar kennara og velja eyða.