Almennar
Þessar leiðbeiningar innihalda stutt yfirlit yfir algengustu aðgerðir kennara í Speedadmin.
Allir aðgerðir eru réttindaháðar, þ.e. að ef þú hefur ekki réttindi til að sjá aðgerð geturðu ekki notað aðgerðina eða séð upplýsingarnar. Því er því nánast ómögulegt að gera nein meiriháttar mistök vegna réttindakerfisins. Þess vegna geta líka einhverjar af eftirfarandi aðgerðum séu þér ekki aðgengilegar vegna takmarkaðra réttinda.
Yfirlit
Flýtileið á forsíðuna þína.
Leitarreitur - Hér er hægt að leita eftir nemendaauðkenni, upphafsstöfum kennara, nafni (nemanda, kennara, forráðamanns og náms). Ljúktu með því að smella á viðkomandi efni sem birtist í fellivalmyndinni.
- Valmynd - Gerð í samræmi við réttindahópinn og skólann. Ofurnotandi getur aðlagað valmynd.
- Skólaár - Gefur til kynna hvaða skólaár upplýsingarnar á síðunni sýna.
- Skóli - Sýnir hvaða skóla þú ert í. Ef þú ert starfandi í nokkrum skólum geturðu skipt um skóla hér, en þá þarf einnig að skrá það í valmyndinni.
- Valmyndartákn:
Breyta stundaskrá.
Stundaskrá.
Tímar.
Farsímaforrit.
- Nafnið þitt - Flýtileið að „Mínar upplýsingar“ / Grunngagnakortið. Hér finnur þú allar upplýsingar um sjálfan þig, kjarasamninga, nám sem þú ert skráður kennari fyrir, stofur o.fl.
- Breyta lykilorði - Mælt er með því að þú breytir lykilorðinu við fyrstu innskráningu og síðan ætti að breyta því einu sinni á sex mánaða fresti.
- Hjálp - Flýtileið í hjálparspjall Speedadmin þar sem þú getur fengið góð ráð og leiðbeiningar o.fl.
- Fjaraðstoð – Þar sem þú getur leyft starfsmanni SpeedAdmin að fá aðgang að tölvunni þinni ef þú þarft á aðstoð að halda.
Forsíða
Forsíðan þín í Speedadmin. Forsíðan er myndræn síða yfir þær aðgerðir sem hinir ýmsu notendur í kerfinu hafa aðgang að. Forsíðan er uppsett af ofurnotendum, sem geta fjarlægt og bætt við einingum. Forsíðan lítur eins út fyrir alla sem eru í sama réttindahóp.
Valmyndartákn
Stundaskrá
Stundaskrá fyrir valdar vikur birtist hér. Hér má sjá nemendur, hóptíma o.fl. sem eru hluti af stundaskránni. Lengst til hægri á síðunni eru nokkrir hnappar:
Áfram Til baka : Fer fram eða aftur um viku í stundaskránni. Einnig er hægt að nota fellivalmyndina fyrir ofan stundaskrána til að velja vikur.
Prenttákn : Prentar stundaskrána
Listatákn : Sýnir stundaskrána þína sem lista með tilheyrandi símanúmerum, skóla o.s.frv. Í listanum eru engar aðrar aðgerðir en að breyta viku og prenta.
Tákn til að breyta stundskrá : Notað ef þú vilt skipuleggja eða breyta kennslu. Það er flýtileið fyrir ”Breyta stundaskrá”.
Afbókunar tákn : Notað til að aflýsa kennslustund/stundum. Eftir að hafa smellt á táknið eru nemendur valdir. Ýttu á „Aflýsa bókun“ efst á síðunni og síðan er hægt að slá inn ástæðu afbókunar. Það fer eftir ástæðu en nemandinn getur átt rétt á að fá aukatíma í staðinn fyrir þann sem er aflýst. Ofurnotendur ákveða hvaða ástæður gefa rétt til aukatíma.
Ef nemandi á rétt á aukatíma, er hægt að setja inn afleysingarkennara og haka við að bókunin afritist í stundaskrá viðkomandi kennara.
Settu hak í reitinn við hliðina á „Senda skilaboð“ ef þú vilt senda skilaboð til allra nemenda sem á að afbóka. Ljúktu með því að smella á „Aflýsa bókun“. Ef þú hefur valið að senda skilaboð ferðu yfir í skilaboðaaðgerðina og hér getur þú sent SMS og/eða tölvupóst til allra nemenda sem eru afbókaðir.
Skilaboðatákn : Notað til að senda skilaboð til valinna nemenda. Eftir að hafa ýtt á táknið eru nemendur merktir, síðan er ýtt á „Senda skilaboð“ efst.
Bókunartákn : Þessi aðgerð gerir mögulegt að skrá bókun beint í stundaskrá. Upplýsingar í bókuninni eins og stofur og önnur úrræði bætast við á eftir. Sami pinni er notaður í stofuáætlun og hægt er að nota hann til að bóka beint í stofu.
Dagatalsstillingar : Hér er hægt að sérsníða dagatalið. Þú getur líka aðlagað upplýsingarnar að vefdagatalinu og ef þú vilt, afritaðu og límdu tengla í dagatalsaðgerðina.
Breyta stundaskrá
Mikilvægt er að byrja á því að velja hvort tímasetningin/breytingin gildir fyrir allt skólaárið, í framtíðinni eða aðeins fyrir valda viku. Þetta er gert vinstra megin fyrir ofan nemendur.
Þú verður að opna stundaskrána áður en þú getur unnið í henni.
Þetta er gert með því að ýta á rauða hengilásinn svo hann verður grænn .
- Síðan er hægt að draga nemendur inn í stundaskrána með músinni.
- Þú getur líka opnað stundaskrána með Shift hnappinum og dregið nemendur inn í stundaskrána á meðan þú heldur hnappinum inni.
- Ef erfitt er að staðsetja bókunina nákvæmlega er hægt að nota örvatakkana, upp/niður á lyklaborðinu, þá færist bókunin upp/niður um eina mínútu.
- Notaðu hægri/vinstri örvatakkana til að flytja bókun á milli daga í stundaskránni. Bókanir sem þegar hafa verið settar inn er einnig hægt að færa með örvatökkunum eða með einföldum smelli með bendlinum.
- Ef þú vilt fjarlægja bókun frá stundaskrá skaltu smella á bókun nemandans og velja „Fjarlægja frá stundaskrá“.
- Úthlutaðar stofur birtast sem stikur í stundaskrá.
- Ef bókunin verður rauð er það vegna tvíbókunar, til dæmis ef nemandi er í öðrum tíma eða verkefni á sama tíma. Ef þú heldur bendilinn yfir rauðu bókunina birtist upplýsingabox með útskýringu.
- Sía: (bókanir) er hægt að nota til að sía nemendur / bókanir út frá námi eða heimaskóla nemandans.
- Það getur verið gagnlegt ef þú hefur marga nemendur sem á eftir að setja í stundaskrá .
Tímar
Þessi síða sýnir alla einkatíma nemendur, hóptíma og verkefni, sem tengjast þér. Ýttu á örina við hliðina á nafni tónlistarskólan ef þú vilt fá yfirlit yfir vinnustundir. Það þarf virka launaskilmála til að hægt sé að fá þennan útreikning.
Ef þú hefur réttindi tiltekin réttindi, getur þú undir einkatímar, hakað við viðeigandi nemendur og smellt á "Aðgerðir", þá færðu upp eftirfarandi möguleika:
Flytja - Veldu kennara sem nemandinn á að flytja til og dagsetningu flutnings.
Úthluta hópanúmeri - Hægt er að safna völdum nemendum í hóp þar sem mínútufjöldinn er lagður saman. Allir þínir hópar þurfa að hafa einstakt hópanúmer. Þau númer sem eru í notkun birtast efst í boxinu.
Breyta mínútufjölda: Ef kennslutíma nemanda er breytt, lengdur eða styttur hefur það ekki áhrif á greiðslu nemanda. Það breytir bara stundaskrá.
Þú getur síað leitina undir flipanum "Einktatími" og "Hóptími" í gegnum "Nemendasíu" og "Hóptimasíu". Þar er hægt að velja „Hættir“, „Núverandi“ eða „Komandi“ (nemendur).
Flýtiaðgangur
Nemendur mínir
Hér er listi yfir þína nemendur.
Hljóðfæri
Yfirlit og leit að skráðum hljóðfærum skólans.
Nótur
Leitaðu í nótnagagnagrunni skólans, ef hann er tengdur við Speedadmin.
Stofuyfirlit
Hér er hægt að sjá hvaða stofur eru í notkun í skólanum þínum eftir viku. Það gefur góða yfirsýn yfir lausar stofur.
Veldu skóla í fellivalmynd og svo hvort þú vilt sjá bókaðar, úthlutuðum stofum eða allar. Ef þú heldur bendlinum yfir bókunina munu upplýsingar um bókunina sjást.
Ef þú smellir á nafn stofunnar opnast stundaskrá stofunnar.
Kladdi
SpeedAdmin bíður upp á rafrænan mætingarlista þar sem hægt er að haka við nemendur beint. Það er gert með því að smella 1 sinni = fyrir fyrsta valmöguleika, 2 sinnum = fyrir næsta valmöguleika o.s.frv. Svörin eru sýnd með mismunandi litakóðanum sem skólinn hefur valið.
Einnig kunna að vera viðbótarupplýsingar á listanum eins og nám, skólí/bekkur og tengiliðaupplýsingar.
Þú getur síðan prentað listann ef þú vilt eða vistað hann sem PDF.
Mínar upplýsingar
Grunngagnakort, með öllum upplýsingunum þínum. Hér eru heimilisfangsupplýsingar, símanúmer, netfang o.fl.
Skipulagning
Kennarar
Listi yfir alla kennara í skólanum. -Leitaðu að virkum / óvirkum kennurum. Yfirleitt er leitaða að virkum kennurum. Þú getur einnig séð stundaskrár samkennara þinna hér.
Hóptími
Listi yfir hóptíma í skólanum. Hægt að leita að ákveðnum hóptímum.
Spjallborð
Almenn spjallborð eða spjallborð hljóðfærahópa, nemendaspjallborð o.fl. sem sett eru upp af ofurnotanda. Réttindahóparnir hafa áhrif á þau og stjórna hverjir geta séð, breytt / búið til nýja þræði og svarað þráðum.
Ef þú ert áskrifandi að spjallborði verða skilaboð send með tölvupósti ef nýr þráður hefur verið stofnaður eða svarað.
Senda skilaboð
Skilaboðavalmynd fyrir bæði SMS og tölvupóst. Þetta er líka þar sem þú endar þegar þú ýtir á umslagstáknið sem er að finna á nokkrum stöðum í Speedadmin.
Mest notuðu skilaboðaaðgerðirnar eru:
Í gegnum umslagstáknið í Stundaskrá, með því að velja nemendur / hópa sem þú vilt senda skilaboð til.
Undir Tímar > Hóptími (flipi), ýttu á örina við hlið hóptímans og smelltu á umslagstáknið.
Í valmyndinni „Mínir nemendur“ getur þú valið þína eigin nemendur.
Loksins í gegnum Lista. Hér eru búnir til listar sem nýtast skólanum. Ofurnotendur geta sett upp lista og deilt með kennurum skólans, alla jafna á forsíðunni. Hægt er að senda tölvupóst á alla nemendur/forráðamenn sem listinn inniheldur.
Einnig er hægt að búa til forstillt sniðmát fyrir skilaboð, það er hægt að útbúa þau þannig að þau sækji upplýsingar í kerfinu, eins og t.d fornafn móttakanda og upplýsingar um nám. Þessar upplýsingar eru sóttar með sameiningarreitum.
Flipar í skilaboðaglugga:
- Viðtakendur - Hér má sjá alla valda viðtakendur. Þú getur líka bætt við viðtakendum handvirkt. Ef viðtakandinn er ekki í skrá Speedadmin, þarftu að smella á "Breyta viðtakendum" og þarf smellir þú á "Bæta við sérsniðnum". Sláðu inn efst til hægri hver fær skilaboðin.
- Tölvupóstur - Hér slærðu inn efni, texta ofl. og lagfæring á texta og uppsetningu, viðhengi skrár o.fl. Það er einnig hægt að hlaða niður og vista sniðmát hér. „Frá“ gefur til kynna sendanda og er sjálfgefið sá sendandi sem er innskráður.
- SMS - Hér skrifar þú textann í SMS, þú getur líka notað sniðmát og sameiningarreiti.
Áður en skilaboðin eru send þarf að velja hvort þau eigi að senda sem tölvupóst, SMS eða bæði, annaðhvort að haka við eða byrja að skrifa. Í fellivalmyndinni efst til hægri þarf að ákveða hver viðtakandi er, ef það er nemandi, forráðamaður, greiðandi eða allir sem eiga að fá skilaboðin.
Ef það eru ”sameiningarreitir" (tákn hægra megin við prenttáknið), þarf / ætti að aðlaga þá áður en skilaboðin eru send. Þetta er hægt að gera í gegnum „Forskoðun“ þar sem þú sérð líka hvernig sameiningarreitir líta út hjá hverjum nemanda.
Hægt er að skoða sendingarstöðu allra skilaboða sem þú sendir. Ef það birtast villuboð getur þú ýtt á „Afhendingarstaða" og séð hvaða viðtakendur hafa ekki móttekið skilaboðin. Ef þú ýtir á „Skoða innihald“ geturðu valið nemendur og sent aftur, eða afritað skilaboðin í ný skilaboð sem þú getur sérsniðið áður en þú sendir þau aftur.
Einnig er hægt að opna yfirlitið með því að smella á Skilaboð í botnstiku og smella þar á ”Sýna öll skilaboð”
Aðstoð
Almennar spurningar um aðgerðir og vandamál sem upp koma fara alltaf í gegnum ofurnotendur/umsýsluaðila. Vinsamlegast hafðu ekki samband beint við SpeedAdmin. Hins vegar geturðu fundið hjálp og kennslumyndbönd á hjálparvettvangi okkar: https://speedwareaps.zendesk.com