SpeedAdmin býður upp á app fyrir bæði iOS og Android.
Bæði kennarar, nemendur og forráðamenn geta notað appið.
Hægt er að nota flestar aðgerðir bæði á netinu og utan nets.
Nemendur / forráðamenn
Forritinu er hægt að hlaða niður í App store og Google play.
Í fyrstu útgáfunni eru eftirfarandi aðgerðir mögulegar:
- Stundaskrá með upplýsingum um eigin tíma og bókanir, viðburði framundan og frídaga.
- Bein slóða á Námsvettvang - kennsluefni, spjall, myndbönd í beinni o.s.frv.
- Athugasemdir frá kennara.
- Viðhengdar skrár eins og upptökur eða myndir - innbyggður spilari
- Upplýsingar um tónlistarskólann og tengiliðaupplýsingar eigin kennara (ef réttindi hafa verið veitt forráðamönnum.
- Tengill á Speedadmin vafraútgáfu.
- Foreldrar (og nemendur eldri en 18 ára) geta skráð nemanda fjarverandi - Kennara fær skilaboð og nemandinn er sjálfkrafa skráður í kladdann sem fjarverandi.
Myndband á ensku
Kennarar
Eftirfarandi aðgerðir eru í boði fyrir kennara:
- Stundaskrá með upplýsingum um eigin kennslu og bókanir, komandi viðburði og komandi frí.
- Beinn hlekkur á Námsvettvang - kennsluefni, spjall, myndbönd í beinni o.s.frv. þar sem hægt er að bæta við námsefni beint eða úr námsefnissafni / vettvangi
- Setja inn minnisatriði sem eru aðeins fyrir þig eða minnisatriði sem hægt er að deila með nemanda / forráðamanni og ofurnotanda.
- Viðhengja skrár eins og upptökur eða myndir - innbyggður spilari og upptökutæki
- Upplýsingar um nemendur og samstarfsfólk.
- Mæting - aldrei verið auðveldara að skrá
- Tengill á Speedadmin vafraútgáfu.
Myndband á ensku
1. Skrá mætingu á einkatímanemendur
Smelltu á
Appið sýnir alltaf daginn í dag. Til að breyta dagsetningunni er hægt að draga dagsetningarstikuna efst, til hægri eða vinstri.
Til að skrá nemanda sem mættan, er nafnið hans dregið til hægri. Þegar græna hakið vinstra megin er sýnilegt, er hægt að fjarlægja fingurinn af skerminum. Nú er 'box' nemandans merkt með grænum lit og nemandinn hér eftir skráður sem 'mættur'.
Til að skrá fjarveru á nemanda, er nafn nemandans dregið til vinstri. Þegar hvítu punktarnir þrír eru sýnilegir, er fingurinn fjarlægður af skerminum. Þá koma upp fjarvistarmöguleikar sem skólinn þinn hefur. Veldu rétta ástæðu og hér eftir er nemandinn skráður með fjarvist.
2. Skrá mætingu fyrir hóptíma
Það er hægt að skrá mætingu hjá hópum á tvo vegu. Annar býður upp á að skrá mætingu á alla í einu. Hinn skráir mætingu fyrir hvern og einn nemanda.
Skrá hóptíma sem mættan. Veldu hópinn sem þú ætlar að skrá mætingu fyrir, og dragðu með finrginum til hægri. Þegar græna hakið er sýnilegt, er hægt að sleppa fingrinum. Nú er allur hópurinn skráður sem 'mættur'.
Til að skrá fjarveru á hóptíma, er nafn hópsins dregið til vinstri. Þegar hvítu punktarnir þrír eru sýnilegir, er fingurinn fjarlægður af skerminum. Þá getur þú valið einn af mögueikunum eftir það er allur hópurinn skráður með þá fjarvist.
Rauði textinn á hópnum sýnir hversu margir virkir nemendur eru skráðir í hópinn á völdum degi.
Til að sýna einstaka nemendur í hópnum smellirðu á bláu örina neðst. Nú er hægt að nota sömu aðferð og áður var sýnd.
3. Minnisatriði hjá nemanda eða hóptíma
Hægt er að setja inn minnisatriði hjá nemanda eða hóptíma. Minnisatriðin verða hér eftir sýnileg bæði í appi og prófíl nemandans/hóptímans.
Til að opna prófíl nemanda eða hóps er hægt að smella á hringlótta táknið við nemandann.
Tákn fyrir prófíl nemanda
Tákn fyrir hóptíma
Til að búa til minnisatriði, er smellt á græna plús-táknið.
Veldu hver á að geta séð minnisatriðið með því að klikka á penna-táknið.
Settu inn texta eða hengdu við skrá. Vistaðu minnisatriðið með því að smella á píluna í efra hægra horni.
4. Samskipti
Samskipti beint við nemanda
Hægt er að hafa samskipti beint við nemandann með því að smella á táknið-
- Hringja í nemanda úr þínu eigin símanúmer
- Senda sms til nemandans úr eigin símanúmeri
- Senda skilaboð á nemanda í gegnum skilaboðaglugga SpeedAdmin.
- Aðeins í þessu tilfelli eru skilaboðin geymd í SpeedAdmin.
Senda skilaboð til allra í hóp
Smelltu á hóp-táknið
- Senda skilaboð á alla sem tengdir eru hóptímanum (nemendur + kennarar)
- Senda skilaboð á alla nemendur og ekki kennara
- Skilaboðin eru send á nemandann og forráðamenn hans.
- Veldu hvort þú vilt senda skilaboðin sem tölvupóst, sms eða bæði á sama tíma. Tekstin verður eins í bæði tölvupósti og smsi ef valið er bæði í einu.
- Settu inn fyrirsögn skilaboðanna hér
- Settu innihaldið inn hér
- Sendu skilaboðin með því að smella á píluna uppi í hægra horni
Senda skilaboð til allra nemanda og hóptíma á ákveðnum degi
Smelltu á stundaskrá
Smelltu á umslagsmerkið við viðeigandi dag.
Samskipti við samstarfsfólk
Smelltu á "Valmynd" í botnstikunni
Smelltu á "Mínir samstarfsmenn"
Hér getur þú svo haft samskipti við samstarfsfólið þitt á sama hátt og við nemendur (sjá hér fyrir ofan)
5. Sjá birta viðburði/bókanir
Smelltu á "Viðburði" efst í appinu
Svo að viðburður birtist í appinu, þarf bókunin að vera birt hjá viðeigandi notandategund.
Smelltu á viðburðinn til að sjá nemendur og kennara sem taka þátt. Ef það eru fleiri úrræði bætt við bókunina er líka hægt að sjá það hér.
6. Sjá frídaga í appinu
Hægt er að sjá frídaga út frá skólaársáætlun í appinu með því að smella á "Frídagar" efst í appinu.