Þegar þú hannar umsóknarsíðuna eru breytingarnar gerðar jafnóðum (live). Íhugaðu að loka fyrir umsóknir á meðan þú uppfærir síðuna.
Ofurnotandi getur hannað grafísku þættina í umsókninni og hvaða þætti á að birta (leitaraðgerðir, hljóðfæraleiga o.s.frv.).
Merki skólans er sjálfkrafa bætt við en einnig getur þú uppfært það á fyrstu síðu í stillingum (Almennar).
Þú getur einnig valið tvo liti til að nota í staðinn fyrir stöðluðu litina. Sendið tölvupóst á support@speedadmin.com og tilgreinið hvaða liti þið viljið fá (Hex kóða).
Hönnunin
Grunngögn > Stillingar fyrir umsóknir og endurinnritun > Prufuskráningarhlekkur
Hér getur þú sett upp umsóknarsíðuna eins og þú vilt hafa hana.
Skikasvæði eru svæði þar sem hægt er að setja inn mismunandi efni. Athugið að skikasvæði hafa ákveðna breidd, svo prufið ykkur áfram í því hvernig mismunandi þættir birtast á mismunandi skikasvæðum.
Kerfið setur inn sjálfkrafa:
- Velkominn texta
- Skráningartré (Deildir og flokka)
- Leitaraðgerð
Ef þú vilt breyta þessum þáttum getur gert það með því að smella efst í hægra hornið á viðkomandi skika
- Þegar þú hefur smellt á táknið þá getur þú breytt eftirfarandi:
- Skikategund – Ef þessum skika á að breyta algjörlega er það gert hér
- Litaþema – Ef eigin litum hefur verið bætt við eru þeir valdir hér
- Skikastærð – Ef skikategund leyfir er hægt að minnka skikann
- Heiti skika – heiti skika
- Mynd – Mynd segir meira en 1000 orð! Settu inn þína eigin mynd
- Skikatexti – Aðaltexti skikans
- Heiti á skikahlekk – Ef þú vilt bæta við hlekk í skikann, t.d. „Smelltu hér“ sem er betra en að sýna slóðina.
- Veffang (slóð) - tengir hlekk við veffang (slóð)
- Opna í nýjum glugga – Ef þú vilt að hlekkurinn opnist í nýjum glugga
- Þegar unnið er í skika þarf að muna að vista þegar þú ert búin/n og ef það eru margir svipaðir skikar er hægt að flytja þann sem þú ert í upp eða niður.