Undirbúningur nemenda
Biðlistatiltekt
Grunngögn > Tiltekt á biðlista
Í endurinnritunarferlinu er mælt með því að nemendur á biðlista endurinnriti sig, rétt eins og virkir nemendur, til að halda sæti á biðlista. Þegar lokað er fyrir endurinnritun er síðan tekið til á biðlistanum. Þetta fjarlægir alla biðlistanemendur sem ekki hafa endurinnritað sig.
Flutningsdagur fyrir nemendur á biðlista - Þessi dagsetning miðast við umsóknardag nemenda á biðlista og endurinnritunardag. Með öðrum orðum, nemandi sem ekki hefur endurinnritað sig á biðlista eða hefur sent inn umsókn eftir flutningsdag er tekinn með í upptalningu og fjarlægður af biðlista.
Nám - Ef tiltekið nám er tilgreint er listinn síaður frekar þannig að einungis nemendur með viðeigandi nám eru fjarlægðir af biðlista.
Deild - Hér gefur þú upp hvaða deild þú vilt fjarlægja nemendur úr.
Sýna lista - Hér getur þú séð og farið yfir hvaða nemendur verða fjarlægðir áður en þú smellir á "fjarlægja af biðlista".
Endurinnritunarval
Afgreiðsla endurinnritunarvals
Í endurinnritunarstillingum (Stillingar fyrir umsóknir og endurinnritun > Almennar (flipi)) er hægt að leyfa nemendum að velja um:
- Leyfi (Færist sjálfkrafa á biðlista með gerðinni "Leyfi")
- Skipta um nám (finna nýtt nám sem er opið fyrir umsoknir)
- Lengd kennslustundar (tilgreina ósk með stuttum texta)
- Kennaraskipti (tilgreina ósk með stuttum texta)
Til baka frá leyfi nemandi
Nemendur sem hafa tekið leyfi og endurinnrita sig eftir eitt ár eru sjálfkrafa settir á biðlista með tegundinni „Tilbaka úr leyfi“. Það þarf að vinna úr þeim.
Tímar
Þú getur valið kennara og undir Tímar viðkomandi, getur þú úhlutað honum nemendum undir flipanum „Einkatími“ með því að ýta á hnappinn „Bæta við nemanda frá biðlista…“. Hér er hægt að birta alla nemendur af biðlista og sjá forgang og hvenær þeir sóttu um.
Hóptímar
Ef kennarinn á að kenna hóptíma er það gert á gagnakorti hóptímans:
Flýtiaðgangur > Hóptími> velja hóptíma > Kennari (flipi).
Hér er kennara bætt við og gefið til kynna hvort tímarnir eigi að vera með í tímaútreikningi kennarans. Hægt er að bæta fleiri kennurum við sama hóptíma. Í því sambandi er einn kennari valinn „Aðal“ þar sem sá aðili er sá sem skipuleggur kennslustundirnar í sinni stundaskrá.
Eða undir Tímar (kennarans) > Hóptími
Ef þessi leið er farin þarf kennarinn að vera skráður sem kennari fyrir það nám sem hóptíminn er skráður undir. Það er gert á gagnakorti kennarans undir flipanum "Nám"