Hægt er að úthluta hóptíma á tvo vegu.
Hægt er að úthluta hóptíma í gegnum Flýtiaðgangur > Hóptími.
Smelltu á Nýr hóptími
- Veldu nám/námstegund sem á að nota í fellivalmynd
- Heiti hóptímans
- Fjölda mínútna
- Fjölda skipta út skólaárið
- Haka við ef hóptíminn leyfir að nemendur endurinnriti sig
Fyllið út þá reiti sem þarf að fylla út/breyta undir flipanum „Kennari“
Kennari er nú tengdur við hóptímann og eru tímar reiknaðir í tímaútreikningi kennara. Hægt er að tengja nokkra kennara við sama hóptíma. Einungis er hægt að hafa einn kennara sem aðalkennara.
Síðan er hægt að bæta við nemendum og hefur það engin áhrif á tímaútreikning.
Einnig er hægt að úthluta hóptíma í gegnum flipann „Hóptími“ undir Tímar kennarans.
Hér er gert ráð fyrir að á gagnakorti kennara sé búið að setja námið sem hópurinn tilheyrir undir Nám. Þ.e fag sem kennarinn kennir.
Verkefni getur verið starfsmannafundir, tími sem samið er um fyrir skjalavinnslu, tónleikastarf o.þ.h. Verkefni eru notaðar fyrir allt sem er ekki bein kennsla og er úthlutað í gegnum flipann, Verkefni.
Verkefni eru skilgreind undir Grunngögn > Verkefni.