Allstaðar þar sem eru umslagstáknið er að finna , er hægt að senda skilaboð. Algengast er að nota:
- Umslagstáknið í stundaskrá þar sem hægt er að merkja nemendur/hóptíma sem á að senda skilaboð á.
- Gagnakort - nemandi, kennari, skóli
- Listar - virkir listar á forsíðu, kennaralistar, leit osfrv. - og fyrir ofurnotendur, Listar.
Kennarar nota alla jafna stundaskrá fyrir skilaboð.
Smelltu á umslagstáknið fyrst – smelltu síðan á viðkomandi nemendur eða dragðu músina yfir þá, í stundaskránni og smelltu á Senda skilaboð efst á skjánum.
Skrifaðu skilaboðin – Hægt er senda annað hvort tölvupóst eða SMS eða bæði í einu, nóg er að byrja að skrifa í annað hvort til að kerfið velji það sem sendingarmáta, eða haka við.
Hægt er að velja endanlega viðtakendur – kerfið sendir sjálfkrafa á nemendur og forráðamenn en hægt er að breyta því í aðeins nemendur, aðeins forráðamenn eða aðeins greiðendur - í gegnum fellivalmynd efst í hægra horninu.
Einnig er hægt að setja handvirkt inn viðtakanda ef smellt er á Breyta viðtakendum.
Þú getur líka valið sniðmát. Slíkt sniðmát gæti innihaldið sameiningarreiti með upplýsingum frá kerfinu. Sniðmát getur verið eigin sniðmát eða vistuð sem sameiginleg, sem aðrir notendur geta séð og notað.
Ljúktu með því að smella á Senda.