Nám eru búin til undir Grunngögn > Nám, og samanstanda af heiti námsins og námstegund. Námstegundin er kennsluleiðin, annað hvort lengd kennslustundarinnar og/eða hvort það er hóptími eða einkatími.
Nám samanstendur af námstegund og námi. Dæmi. Einkatími 25 - Slagverk.
- Byrjaðu á því að skilgreina námstegundir undir Grunngögn > Námstegund.
Takmarkaða fjölda námstegunda við:
- Einkatíma eftir ákveðinni lengd.
- Í hóptímum er fjöldi mínútna og skipta aðeins leiðbeinandi og er aðeins skilgreint endanlega þegar hver hópur eru stofnaður, og þess vegna gætir verið nóg að hafa aðeins einn hóptíma.
- Ef einhver kennsla er mjög frábrugðin annarri kennslu er hægt að stofna nokkrar tegundir af hóptímum.
Dálkurinn "Hóptími, kór eða álíka" Gefur til kynna hvort að námsgreinin eigi að vera einkatími eða hóptími. Haka á í reit ef um hóptíma er að ræða.
Með hóptíma er það lengd kennslustundar en ekki fjöldi nemenda sem er tekið inn í tímaútreikning kennara. Einkatímar og hóptímar er skipt upp í gegnum allt SpeedAdmin kerfið með mismunandi virkni og því er mikilvægt að aðgreina á milli.
Athugið: Fyrir önnur verkefni þar sem t.d. ekki er nauðsynlegt að skrá nemendur þarf ekki að búa til námsgrein heldur er hægt að bæta því við Tíma kennara sem verkefni sem er töluvert sveigjanlegri.
- Nám er stofnað undir Grunngögn > Nám.
Það er hægt að gefa upp nafn á námi eins og það á að koma fram í kerfinu en einnig opinber nafn sem birtist við skráningu.
Deild - Flokkur vísar til hvar námið á að vera.
Skráningarreiti er hægt að aðlaga sérstaklega, þannig að t.d. nemandi sem er að leita að dansbraut er ekki spurður hvort hann vilji leigja hljóðfæri.
(sjá nánair leiðbeiningar í Uppsetning á skráningu).
Námskóði á ekki við um Ísland og er einungis notað í skýrslum til Hagstofu Danmerkur (Danmarks Statistik) .
Hægt er að hafa mismunandi orlofsáætlanir fyrir mismunandi nám, t.d ef ákveðið nám hefur auka frí vikur þar sem engin kennsla er bókuð.
Hægt er að setja inn mynd sem birtist við skráningu.
Þegar smellt er á Stofna er námið komið inn.
- Stofnaðu þær námstegundir sem eiga við námið.
Undir námstegund er gefið upp;
- Fjöldi mínútna og skipta (aðeins viðmið hjá hóptímum).
- Heilt skólaár eftir stundaskrá (þá reynir kerfið að bæta við þeim kennslustundum sem nemandinn nær ekki að stunda aftan við seinasta bókunardag).
- Hvort að námstegundin eigi að birtast á umsóknarsíðu skólans (nýja nemendur) og hvort að núverandi nemendur geti endurskráð sig.
- Skólagjald sem er innheimt af nemendum í þessu námi + námstegund.
- Stofnaðu Undirflokka ef þörf er á. Þetta geta verið ákveðnir skólar eða tímar, sem nemendur geta "óskað eftir" við skráningu.
- Skráningartréð – Hvar námið á að finnast í skráningu
(sjá nánari leiðbeiningar í "Skráning og endurskráning").
6. Lýsing eru upplýsingar um viðkomandi nám og sést í skráningu og mögulega þegar heimasíða er samþætt.
Námið hérna fyrir ofan birtist svona í skráningu: