Deild og Flokkur eru undirstoðir í SpeedAdmin. Þar setur þú upp deildir og flokkar nám undir deildirnar. Þau hafa einnig áhrif á tímaútreikninga kennara.
Áður en þú byrjar er gott að vera búin/n að ákveða hvað er rökréttasta leiðin til að setja upp flokkana fyrir þig og þinn skóla.
Með því að setja upp flokka einfaldar það síun á öllum námslistum og gefur betri yfirsýn í netskráningu.
Uppsetning á Deild og Flokkum er undir Grunngögn > Deild & Flokkur.
Stofna deild
- Fylltu út auðu reitina neðst á síðunni. Í Deild skrifar þú nafnið á deildinni.
- Veldu lit sem verður einkennislitur deildarinnar. (Hex kóði)
- Ákveddu hvar deildin á að koma í röðinni, nr. 1 er efst svo kemur nr. 2 o.s.frv.
- Almenn deild þarf einungis að eiga við ef þið eruð með tvo mismunandi gagnagrunna í SpeedAdmin og vilt að biðlistar séu samstilltir.
- Smelltu á „Setja inn“ til að stofna deildina.
Stofna flokka
- Smelltu á örina við hliðina á nafni deildarinnar
- Fylltu út nafn flokksins
- Veldu ábyrgðarmann (valkvætt)
- Ákveddu hvar deildin á að koma í röðinni, þar sem nr. 1 kemur efst þar á eftir nr. 1 o.s.frv.
- Smelltu á „Setja inn“ til að stofna flokkinn.