Listaaðgerðin er aðal aðgangur að öllum gögnum í kerfinu, að hluta í gegnum fasta staðlaða lista með innbyggðri virkni og að hluta í gegnum sérsniðna lista.
Sérsniðnir listar
Sérsniðnir listar samanstanda af 3 þáttum:
- Skrár sem þú raðar eins og þú vilt, til að halda yfirlit yfir þína lista.
- Almennir listar, sem eru sérsniðnir listar sem allir notendur sem hafa réttindi til að skoða almenna lista geta séð. Ef notandi er með réttindi getur hann einnig breytt almennum listum, sem eru merktir með
- Eigin listar, getur aðeins sá sem bjó til listann skoðað nema þú sért skráður inn sem höfundur listans. Það er alltaf hægt að breyta eigin lista í almennan með því að haka í viðkomandi reit:
Safn af listum
Inniheldur lista sem eru búnir til af SpeedAdmin. Þessa lista er hægt að afrita og breyta til eigin nota. Safnið stækkar stöðugt.
Staðlaðir listar
Það eru fastir listar. Oft með virkni á listanum. Þessum listum er ekki hægt að breyta eða afrita.
Afbókanir sýna núverandi afbókanir og allar afbókanir.
Athuga greiðanda gefur yfirlit yfir nemendur sem ekki eru með greiðandi forráðamann á einni eða fleiri greiðslu.
Biðlisti gefur upp sama lista og notaður er þegar biðlistanemendum er úthlutað til viðkomandi kennara (kennslustunda) eða hópa.
Endurinnritun opnar endurinnritunaryfirlitið og sýnir þá lista sem þar eru.
Fleirnáms nemendur gefur yfirsýn yfir nemendur sem sækja fleiri en eitt nám.
Húsvarðarlisti býður upp á möguleika til að prenta út stundaskrá stofu
Leiguhljóðfæri gefa yfirsýn yfir þau hljóðfæri sem eru í útleigu.
Mögulega eru þessir nemenda- og forráðamanna aðgangar tvískráðir gefur yfirsýn yfir mögulega tvískráða notendur og hægt að sameina þá
Nemendur án skólagjalda veitir yfirlit yfir nemendur sem hafa verið virkir á yfirstandandi tímabili en eru ekki rukkaðir um greiðslu.
Nemendur með sama nám sem biðlista nám sýnir nemendur sem eru virkir í sama námi og þeir eru á biðlista fyrir.
Tónleikar opnar viðburðadagatalið þar sem aðeins sjást tónleikar
Verkefni opnar viðburðadagatalið þar sem aðeins sjást verkefni
Viðvera er hlekkur á kladdann. Hér er hægt að prenta viðveru og skrá mætingu.
Að búa til nýjan lista / skýrslu.
Smelltu á til að búa til þína eigin lista.
Ákveddu hvað listinn á að innihalda og smelltu á "Velja" - hvaða gögnum ertu að leita að.
- Velja Reiti (dálka) sem þú vilt á listanum
- Síur - fyrir hraðsíun á öllum reitum sem þú hefur bætt við, eða
- Flokka gögn með því að draga fyrirsögnina sem þú vilt flokka á bláu stikuna efst.
- Reikna - Telja, Samtals, Meðaltal á hvaða gögnum sem eru flokkuð.
- Búa til Töflu sem byggir á einni flokkun og einum útreikningi.
- Birta listann á valfrjálsri gátt
- Vista í Möppu
- Þú getur ráðið hvort listinn eigi að vera Almennur (notendur með réttindi til að skoða almenna lista munu sjá listann)
- Senda skilaboð til allra eða þeirra sem eru flokkaðir á listanum - eða senda raunverulegan listann sem pdf.
- Flytja út gögn á Excel, CSV eða PDF sniði
- Innihald
Innihald eru „aðallistar“ kerfisins, þ.e. grunnsíun á öllum gögnum í gagnagrunninum. Sumir af þessum listum hafa þegar einhverskonar síun sem hægt er að aðlaga eftir þörfum.
Tilgangurinn er að gera upplýsingarnar viðráðanlegri með þemaformi og takmarka fjölda sía sem þarf í kjölfarið.
- Reitir
Reitir eru gagnareitirnir sem eru tiltækir á völdum innihaldslistum sem munu birtast á listanum sem dálkar.
Reitirnir eru valdir eftir þörfum og í þeirri röð sem þú vilt að dálkar standi (einnig hægt að breyta síðar). Það verður að hafa í huga að ef valinn reitur inniheldur nokkur mismunandi gögn mun reiturinn búa til röð / línu á hvert innihald.
T.d. ef forráðamaður er valinn og nemandinn hefur tvo forráðamenn, þá verða búnar til 2 "næstum" eins línur fyrir nemandann, þó hver með sinn forráðamann sem tilgreindur er í forráðamanns dálkinum.
Reitir eru flokkaðir eftir tegund. Notaðu „Leita hér“ eða skoðaðu tegundirnar. Smelltu á „Sýna meira..“ til að sjá alla reiti sem tengjast tegund.
Um leið og reitur er valinn mun hann bæta dálknum við listann.
Langflestir lista munu þurfa reit með einhvers konar auðkenni. Auðkennið er notað sem „innanhús“ tilvísun í Speedadmin, t.d. ef þú ert með Nemendaauðkenni á lista er hægt að nota listann til að senda skilaboð frá. Að auki eru auðkenni fljótleg leið að gagnakorti viðfangsefnisins (t.d. gagnakorti nemanda).
Notaðu eins fáa reiti og mögulegt er. Hins vegar er gott að hafa þá reiti sem þú vilt sía á. Þetta tryggir að það sem kemur fram í síunni hafi rétta uppsetningu og gerir þér kleift að nota hraðsíur á valda reiti.
Netfangareitir eru ekki nauðsynlegir til að senda tölvupóst frá Speedadmin. Allar þessar upplýsingar eru sóttar í gegnum Nemendaauðkenni, og það kemur upp val hvort að þú viljir senda bæði á forráðamann og nemanda, SMS og/eða tölvupóst.
Úrræðareitir eru reitir búnir til af notendum. Þ.e.a.s reitir búnir til undir Grunngögn > Tegund úrræðis, og eru reitir sem eru notaðir til að skrá upplýsingar sem ekki eru sjálfkrafa settar upp í SpeedAdmin.
Röðun og flokkun
Reitunum er raðað eftir þeirri röð sem þeir eru valdir í. Hægt er að breyta röðinni með því að draga og sleppa dálkafyrirsögninni. Til að flokka eftir ákveðnum reit er smellt á viðkomandi fyrirsögn.
- Sía
Síur eru notaðar til að sía/leita í tiltækum reitum á völdum aðallista.
Nauðsynlegt er að velja rétta reiti undir flipanum „Reitir“ svo hægt sé nota þá til að sía gögnin undir flipanum "Síur“. Það er ekki nauðsynlegt þegar "Ítarlegar síur" eru notaðar, en það getur hjálpað til við ferlið og gefur þér betri yfirsýn.
Hraðsíur
Hraðsíurnar fara eftir gögnum reitanna og þær geta birst sem fellilisti, dagsetningarreitur, renna (sliders) osfrv.
Ítarlegar síur
Hægt er að bæta við síum annað hvort sem Og, eða sem Eða.
Og: þýðir að t.d. sía 1 og sía 2 verða að vera uppfylltar.
Eða: þýðir að t.d. sía 1 eða sía 2 verður að uppfylla.
Eða aðgerðin getur ekki verið fyrsta sían, hún byggir á leiðandi Og.
Hnappurinn fremst í línunni kveikir/slekkur á viðkomandi síu.
Nokkrir síunarmöguleikar eru í boði:
Líkist (Notið % fyrir wildcard): Aðeins niðurstaðan sem passar 100% birtist af listanum. Dæmi; við leit á gítar birtist AÐEINS gítar. Veldu gítar %, (% er opnara), sem þá sýnir einnig t.d. rafmagnsgítar eða gítarverkstæði.
Líkist ekki (Notið % fyrir wildcard): öfugt við ofangreint.
Inniheldur: Reiturinn verður að innihalda tilgreint. Dæmi; Dálkurinn Nám verður að innihalda píanó, sem gefur td. allar greinar með píanó.
Inniheldur ekki: Reiturinn má ekki innihalda tilgreint.
Er satt: Fyrir reiti með Já / Nei möguleika (satt / ósatt), sýnir þá reiti sem hafa Já.
Ósatt: Fyrir reiti með Já / Nei möguleika (satt / ósatt), sýnir þá reiti sem hafa Nei.
Fyrir þessa dagsetningu: síar dagsetningarreiti þannig að niðurstaðan sé fyrir tilgreinda dagsetningu.
Eftir þessa dagsetningu: síar dagsetningarreiti þannig að niðurstaðan sé eftir tilgreinda dagsetningu.
Er minna en: Reiturinn verður að vera minni en tilgreint gildi. Aðeins tölur.
Er stærra en: Reiturinn verður að vera stærri en tilgreint gildi. Aðeins tölur.
Er eins og: Reiturinn verður að vera jafn tilgreindu gildi.
Er ekki jafn: Reiturinn verður að sýna annað en það sem tilgreint er.
Er auður: Reiturinn á að vera tómur. Engin gögn skráð.
Er ekki auður: Reiturinn má ekki vera tómur.
Fyrir dagsetning: dagsetning í dagsetningarreit verður að vera fyrir dagsetningu dagsins.
Er eftir núverandi dagsetningu: dagsetningin í dagsetningarreitnum verður að vera eftir dagsetningu dagsins.
Er ekki í þessum lista: Gerir þér kleift að vísa í annan lista. Dæmi; Þú ert með lista yfir nemendur sem voru virkir á síðasta tímabili og getur síað þessa nemendur út og fengið lista yfir nýja nemendur á núverandi tímabili. Listinn sem þú vísar í verður að vera almennur.
Er í þessum lista: Gerir kleift að bera saman við nemendur og þess háttar sem eru á listanum.
Jafngildir völdu skólaári: Gerir skólaársreiti háða völdu skólaári.
Er ekki á núverandi skólaári: Gerir skólaárssvæði frábrugðið völdu skólaári.
Er jafnt núverandi kennaraauðkenni: vísar til kennara sem er skráður inn
Ekki jafnt með núverandi kennaraauðkenni: vísar til kennaraauðkennisins sem er innskráð og verður að vera öðruvísi.
Textalengd er meiri / minni en: Möguleiki á að sía eftir lengd texta.
Ef þú slærð inn "?"- í Síudálkinum verður þú spurður hvað eigi að sía á listanum þegar listann er opnaður.
-
Flokkun
Flokkun er notuð til að flokka línur í tiltekinn lista út frá reitnum sem flokkunin er valinn á.
Til að gera flokkun er nóg að draga og sleppa dálkfyrirsögninni á bláu stikuna fyrir ofan listann:
Hægt er að búa til marga hópa / undirhópa á lista og hægt er að bæta hverjum og einum við útreikning.
Ef þú velur línurit er þó einungis hægt að flokka 2.
Útreikningsmöguleikar
Til að gera útreikning smelltu á og veldu hvernig þú vilt gera útreikning.
Fjöldi: Telur fjölda í völdum reit. Dæmi; fjöldi nemenda auðkenna
Samtals: Tekur saman valinn reit. Dæmi; samantekt á fjölda kennslustunda.
Meðaltal: Reiknar meðaltal valins reits
Hámark: Sýnir hæsta gildi
Min: Sýnir lágmarksgildi
Fjöldi (einstök): Telja fjölda einstakra í völdum reit.
Fela undirhópa:
Þennan valmöguleika má nota á lista þar sem það er útreikningurinn sem eru áhugaverður en ekki innihaldið sjálft. Ef til dæmis eru gerðir listar yfir allar bókanir geta þær auðveldlega verið allt að 20 - 30.000 línur. Til að auka hraða þessara lista er hægt að fela undirhópa.
Heildaraðgerðir
Efst á listanum er ýmsar aðgerðir mögulegar
- Birta
Ef smellt er á getur þú valið á hvaða notendaforsíðum þú vilt birta listann.
Þessi aðgerð er góð til dæmis fyrir skóla þar sem notendur hafa einungis mjög takmarkaðan aðgang að völdum listum, eða til að veita kennurum aðgang að völdum listum. Einnig er hægt að tilgreina hvort aðeins tiltekinn réttindahópur eigi að hafa aðgang að listanum.
Þessa lista er síðan hægt að nálgast í forsíðu notanda án þess að notandinn hafi réttindi til að sjá alla lista.
- Möppur
Lista er hægt að geyma í möppum
Möppur eru stofnaðar/breytt með því að smella á á fyrstu síðu sérsniðinna lista
Hvernig geri ég lista?
Áður en þú býrð til lista skaltu íhuga eftirfarandi:
- Skilgreina hvaða niðurstöður þú vilt fá frá listanum - hver er tilgangurinn.
- Hvaða á innihald listans að vera? Hvaða upplýsingar þarf ég til að ná tilætluðum árangri og í hvaða efni eru þessar upplýsingar tiltækar.
-
- Er eitthvað einstakt sem gerir það mögulegt að ná tilætluðum árangri. Dæmi; það gæti verið eitthvað einstakt í kennsluframboðinu, svo sem greinar sem innihalda píanó o.s.frv. Uppbygging námsins í Speedadmin getur skipt sköpum hér.
- Í langflestum tilfellum eru það Innihaldið 'Virkir nemendur' sem eru notað, þar sem það inniheldur nemendur sem eru með virka námsgrein og kennara á völdu skólaári.
- Takmarkaðu fjölda reita eins og kostur er. Alltaf er hægt að bæta við reitum eftir á, þó verður að hafa í huga að fleiri reitir geta haft áhrif á fjölda lína á listanum. Ef þú hefur til dæmis valið reitinn forráðamaður þá kemur nemandinn 2 sinnum á lista ef nemandinn hefur 2 forráðamenn.
- Það getur verið góð hugmynd að hafa reitina sem þú vilt sía á.
- Hvaða síur á að nota? Hvernig get ég síað fyrir viðkomandi niðurstöðu?
- Hvaða flokkun ertu að leita að? Oft er hægt að nota flokkun í stað sía, þar sem heildarlistinn birtist í völdum hópum.
- Hægt er að senda skilaboð til hinna ýmsu hópa, sem og á allan listann.
- Hægt er að flytja flokkun yfir í PDF og Excel.
- Hægt er að sýna flokkun sem línurit.
- Á hvaða gáttum ætti listinn að birtast?
Lista er hægt að birta á einni eða fleiri gáttum ef gáttaaðgerðin er notuð.
NJÓTIÐ ÞESS AÐ KYNNA YKKUR GÖGNIN OG MUNIÐ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ EYÐILEGGJA NEITT EÐA KLÚÐRA GÖGNUM...