Leiðbeiningar ætlaðar ofurnotendun
Skilgreina ástæður fyrir fjarveru nemenda
Undir Grunngögn > Viðverustaða getur þú sett inn mismunandi ástæður þess að nemandi er fjarverandi t.d. ósamþykkt fjarvist, veikindi, leyfi o.s.frv.
Þetta eru „ástæðurnar“ sem kennarar geta merkt við þegar þeir fylla út kladdann.
Þú getur sett inn eins margar fjarveruástæður og þú vilt, þó ráðleggjum við þér að halda fjöldanum í lágmarki til að fækka smellum kennara.
Þegar kennari skráir mætingu velur hann/hún fjarveruástæðu með því að smella í gegnum ástæðuröðina, sem þú hefur skilgreint hér að ofan, þar til rétt ástæða birtist.
(sjá sérstaka leiðbeiningar „Kladdi– skráning á viðveru nemenda“).
Litur – þetta skilgreinir lit fjarveruástæðunnar í kladdanum.
Röð – ákvarðar hvar í röðinni ástæðurnar birtast.
Virk – með því að merkja „Virkt“ er hægt að stofna lista byggða á mætingu í greiningarskyni.
Mætt/ur – Gefur þessi ástæða til kynna að nemandinn mætti í tíma?
Alvarlegt – þetta gerir þér kleift að gefa til kynna hugsanlegar alvarlegar ástæður fjarveru, t.d. "ósamþykkt fjarvist".
Athugið að kladdinn er eingöngu notaður til að skrá mætingar nemenda. Aðgerðin hefur engin áhrif á tíma kennara eða skráðan vinnutíma.
Yfirlit á forsíðu
Hægt er að fá yfirlit yfir fjarverandi nemendur beint á forsíðuna þína. Farðu í Grunngögn > Gátt (forsíða) og veldu Ofurnotendaforsíða (gátt) og þar smellir þú á Hönnun. Hér getur þú bætt við flokknum „Nýjustu fjarverandi nemendur“.
Ef þú hefur sett þessa aðgerð inn á forsíðuna þína, er hægt að skoða fjarvistir nemenda síðustu 1, 3 eða 6 mánuði raðað eftir öllum ástæðum fjarvistar eða eftir ástæðum sem þú hefur merkt sem alvarlegar.