Þessar leiðbeiningar eru fyrir ofurnotendur og umsýsluaðila
Hér getur þú séð skref fyrir skref hvernig á að setja upp nýtt skólaár og endurinnritun
Stofnun nýs skólaárs
Mælt er með að gera þetta í eftirfarandi röð:
1. Stofna nýtt tímabil (Grunngögn > Stofna skólaár)
- Setja inn nýtt skólaár
- Upphafs- og lokadagur eru fastir þannig að það þarf ekki að spá í þeim.
- Velja lit fyrir nýtt skólaár.
- Árlegt viðmið sett inn - Kennslutímafjöldi kennara í fullu starfi.
2. Setja inn nýja Orlofs- og skólaársáætlun (Grunngögn > Orlofs- og skólaársáætlun) – Vera í komandi skólaári:
-
- Setjið inn orlofsdaga
- Frídagar nemenda – Munu sjást í appi og forsíðu nemanda sem almennir frídagar fyrir skólann
- Skólaársáætlun -Standard- Setja inn kennsludaga og starfsdaga.
Ef lásinn er rauður er ekki hægt að vinna í dagatalinu, smellið á lásinn, þá verður hann grænn og hægt að vinna með dagatalið
3. Afrita gögn skólaárs (Grunngögn > Afrita gögn skólaárs) – Vera í núgildandi skólaári
- Afrita hóptíma (flipi)
- Haka við þá hóptíma sem á að flytja yfir á næsta skólaár
- Ef hóptími er ekki fluttur mun hann þó stofnast sjálfkrafa á nýju skólaári þegar/ef nemandi endurinnritar sig í hann.
- Afrita gögn kennara (flipi)
- Haka við þau gögn kennara sem á að flytja yfir á næsta skólaár
4. Setja inn gjalddaga fyrir nýja skólaárið (Grunngögn > Gjaldskrá)
Hægt er að afrita frá síðasta skólaári
5. Setja inn skólagjöld (Grunngögn > Skólagjald)
Hægt er að afrita fá síðasta skólaári og þá er nóg að uppfæra gjaldið sjálft og mögulega dagsetningar ef þær breytast;
Þegar nýtt skólaár er klárt getur þú sett upp endurinnritun nemenda, sjá Endurinnritun