Þessar leiðbeingar eru fyrir ofurnotendur og umsýsluaðila
Grunngögn > Stillingar fyrir umsókn og endurinnritun
Efst til hægri á skjánum finnur þú þrjá hlekki:
- Hlekk á umsókn fyrir núverandi nemendur
- Hlekk á umsókn fyrir nýja nemendur
- Prufuumsóknar hlekk þar sem ekki þarf að fylla út upplýsingar. Prufuhlekkurinn geymir heldur ekki þær upplýsingar sem er settar inn. Man einungis fyrra val, og hægra megin í valmynd er hægt að velja að ”Byrja upp á nýtt”, þá hreinsast taflan. Prufuumsóknarhlekkurinn er líka notaður til að setja upp útlit umsóknarsíðunnar
Flipar
Reitir
Grunngögn > Stillingar fyrir umsókn og endurinnritun > Reitir (flipi)
Hér er þeir reitir sem nemendur og forráðamenn þurfa að útfylla við umsókn.
Hér ákveður þú hvaða upplýsingar þú vilt fá frá umsækjanda og forráðamanni. Einnig er hægt að setja inn eigin spurningar neðst í reitarsettið.
Smelltu á „Breyta“ til að sníða reitina að þínum skóla.
Hægt að draga reitina upp og niður til að breyta röð þeirra. Síðan er hægt að ákveða hvort að það þurfi að útfylla reitinn (í umsókn) og einnig hvort að það þurfi að staðfesta reitinn (í endurinnritun). Ef það er hak við Þarf að útfylla er nauðsynlegt að fylla þann reit út og ekki hægt að halda áfram með umsókn fyrr en það er útfyllt. Ef það er hak við Þarf að samþykkja þarf að haka við að upplýsingarnar séu réttar við endurinnritun.
Til að notandinn fá góða upplifun af umsókn/endurinnritun er mikilvægt að hafa þetta í huga.
Þegar búið er að breyta einhverju í reitarsettinu þarf að muna að „Vista".
Það er síðan hægt að bæta við öðru reitarsetti með því að smella á hnappinn:
Eða afrita reitarsett sem nú þegar er til með því að smella á:
Á gagnakorti hvers náms er síðan hægt að velja hvaða reitarsett á að nota. T.d. gæti verið óþarfi að gefa upp símanúmer og heimilisfang í fiðlunámi og þá er hægt að búa til nýtt reitarsett sem ekki inniheldur símanúmer og heimilisfang og velja það síðan á gagnakorti fiðlunámsins.
Bæta spurningum við reitarsett
Áður en að hægt er að bæta við spurningu í reitarsettið þarf að setja spurninguna í textaform og skilgreina hvers konar svar þessi spurning leyfir.
Til að stofna og bæta spurningu við reitarsettið þarf að:
- Fara neðst í reitarsettið undir Spurningar. Til að bæta við spurningu smellið á blýantstáknið
- Í Breyta spurningu glugganum, er spurningin sett inn í reitinn Nafn reits. Undir Tegund reits“ getur þú valið skilgreiningu á svarinu. T.d. stuttur texti, dagsetning, já/nei.
3. Þegar búið er að útfylla þessa reiti er smellt á „Setja inn“ og þá er búið að setja spurninguna í „pottinn“ og síðan er hún valinn í fellivalmyndinni undir því reitarsetti þar sem á að nota hana og smellt á Bæta við.
- Ekki gleyma að Vista!
Skráningarhæft nám
Undir skráningarhæft nám er auðveldlega hægt að virkja eða óvirkja nám. T.d. ef nám á að óvirkja í stuttan tíma. Um leið og þú bætir því við í skráningartréð undir „Birtist í skráningartrénu“ þá er það aftur orðið virkt.
Skráningartré
Skráningartréð sýnir hvernig uppsetning á námi birtist í umsókn. það leiðir nemandann/forráðamanninn í átt að því sem hann/hún leitar eftir.
Hægt er að:
- Breyta röð í skráningartré með því að draga og sleppa flokk. Bæði upp og niður.
- Breyta texta með því að smella á blýantastáknið
- Bæta við grein sem ”undirgrein” með því að smella á plústáknið
- Eyða grein (og öllum undirgreinum) með því að smella á X
- Velja námið sem tilheyrir greininni undir Velja nám
Með því að smella á Velja nám færðu lista yfir nám sem er í boði í skólanum hægra megin á síðunni. Velja þarf Allir til að sjá allt nám:
Í glugganum ”Aðgerðir” er hægt að gera grein óvirka svo hún komi ekki upp í umsókn. Einnig er hægt að setja inn lýsingu fyrir einstaka grein:
ATH. Mundu að smella á VISTA eftir að breytingar hafa verið gerðar!
Skráningartré undir námsgrein
Hægt að skrá nám í skráningartréð undir hverjum námi fyrir sig. Grunngögn > Nám > Velja nám > Skráningartré (flipi)
Þar er hægt að sjá hvar námið er í skráningartrénu. Hægt er að setja nám í fleiri en eina grein. Hvernig forráðamenn/nemendur fara inn í það er ekki geymt.
Þegar breytingar o.fl. er gerðar, þarf að ýta á „Vista“ efst á síðunni. Það er einnig hægt að prófa skráningartréð sem gefur þér færi að sjá hvernig það lítur út.
Aðeins er hægt að velja greinina ef hún inniheldur nám sem er opið fyrir umsókn
Námstakmarkanir
Undir þessum flipa er hægt að hópa saman nám sem á að hafa takmarkanir. Hægt er að takmarka aldur og fjölda umsókna. Ef um aldurstakmarkanir er að ræða geta nemendur einungis sótt um námið ef þeir eru á réttum aldri. Ef um fjöldatakmörkun er að ræða er aðeins hægt að sækja um ákveðinn fjölda námsgreina, af þeim sem eru hópuð saman. T.d ef fjöldatakmörkunin er tveir og tíu nám eru sett í fjöldatakmörkunarhóp, er einungis hægt að sækja um tvö af þeim.
Textar
Hér er hægt að breyta textum sem eru notaðar í tengslum við umsókn og endurinnritun. Alla texta ætti að fara í gegnum reglulega, svo það sé öruggt að notendur fái réttar upplýsingar.
Hljóðfæraleiga
Ef boðið er upp á hljóðfæraleigu í umsókn, verður að virkja það og bæta við reitum sem þarf að fylla út fyrir þann hluta. Hafðu í huga að allar hljóðfæraleiguumsóknir sem bætt er við umsókn munu birtast í verkefnabakkanum, efst í hægra horni.
Hægt er að vinna úr öllum umsóknum í sérsniðinni valmynd í SpeedAdmin.
Einnig þarf að bæta við hljóðfæraleiguumsókninni sem parti í hönnun upphafssíðu umsóknar (sjá leiðbeingar: "Útlit skráningarsíðu")