Þessar leiðbeiningar eru fyrir ofurnotendur og umsýsluaðila
(ATH- í myndbandinu er talað um námsgreinar en því hefur verið breytt í SpeedAdmin í NÁMSTEGUND)
Nám
Grunngögn > Nám
Deild og Flokkur eru undirstoðir náms í SpeedAdmin og mælum við með því að þú byrjir á því að setja það upp áður en farið er í uppsetningu á námi (Grunngögn > Deild & Flokkur). Sjá nánar Deild og Flokkur
Undir Nám færðu yfirlit yfir allar námsgreinar skólans. Þú getur síðan síað yfirlit ef þú vilt aðeins skoða ákveðinn flokk. Það er einnig hægt að velja hvort að maður vilji gera nám óvirkt með því að haka við „Breytanlegt“ efst á síðunni og afhaka í ´virkt´ við tiltekið nám.
Einkatími – Fjöldi nemanda sem eru í náminu á skólaárinu.
Hóptími– Fjöldi nemanda sem eru í hóptíma á skólaárinu.
Biðlisti – Fjöldi nemenda sem eru á biðlista fyrir þetta nám.
Hægt er að breyta upplýsingum um nám eða skoða með því að smella á heiti námsins eða Velja.
Þegar stofna á nýtt nám er smellt á Nýtt nám;
Það þarf að gefa upp eftirfarandi upplýsingar:
- Nafn náms
- Opinbert nafn (sýnilegt í umsókn)
- Hvaða Deild-Flokk námið á að vera í
- Hvaða skráningarreiti á að nota
- Hvaða námskóða námið tilheyrir
- Hvaða skólaársáætlun á nota með þessu námi
- Einnig er hægt að setja inn mynd, sem sést við námið á umsóknarsíðu
Ljúka með því að smella á Stofna
Flipar
Námstegund:
Námi er síðan skipt enn frekar upp í námstegundir. Fyrir hverja tegund þarf að gefa upp eftirfarandi:
- Fjöldi mínútna og fjöldi skipta (Ekki bindandi í hópatímategundum þar sem það er endanlega gefið upp þegar hópurinn er stofnaður).
- Hvort að námið eigi að vera opið fyrir umsóknir/endurinnritun
- Heilt skólaár -fyllir út skólaárið ef fjöldi skipta eru færri en tímabilið nær yfir (dæmi: Fjöldi skipta á námstegund eru 35 skipti en allt skólaárið nær yfir 36 skipti, þá bætir kerfið við einni kennslustund hjá nemendum).
- Skólagjald fyrir þá nemendur sem eru í náminu (Skólagjöld eru stofnuð undir Grunngögn > Skólagjald)
Hægt er að smella á „Uppsetning“ til að stofna nýja námstegund ef þær sem fyrir eru eiga ekki við eða fara í Grunngögn > Námstegundir.
Undirflokkur:
Gefur nemendum möguleika á vali/ósk í umsókn. Það gæti t.d verið kennslustaður, vikudagur ofl. sem síðan er hægt að flokka á biðlistanum. Undirflokkar er annaðhvort hægt að skilgreina með því að nota staðlaða undirflokka eða sem frjálsan texta. Undirflokkar eru settir upp undir Grunngjöld > Undirflokkur
Skráningartré
Hér er hægt að setja námið beint inn í skráningartré
Nemendur
Þeir nemendur sem skráðir eru í námið
Kennarar
Þeir kennarar sem kenna viðkomandi nám
Lýsing:
Sést á umsóknarsíðu tónlistarskólans. Það er einnig mögulegt að hlaða inn mynd sem sést í skráningu, en það er gert efst í grunngögnum námsins.
Námstegundir
Grunngögn > Námstegund
Hér eru skilgreindar mismunandi tegundir náms eins og Einkatímar og Hóptímar.
-
Einkatími - námstegund sem kennd er í einkakennslu. Setja þarf upp mismunandi námstegundir eftir:
- lengt kennslustunda - t.d 20, 30, 60 mínútur
- mismunandi verði - þar sem skólagjöld nemenda fara eftir námstegundinni sem þeir eru skráður í.
Dæmi:
Einkatími 30 mín - allir nemendur sem skráðir eru í þessa námstegund greiða sama gjald
Einkatími 60 mín - allir nemendur sem skráðir eru í þessa námstegund greiða sama gjald
-
Hóptími - er skilgreindur sem nám með fleiri nemendum þar sem fjöldi mínútna er fastur óháð fjölda nemenda.
-
Það þarf því að haka við Hóptími, kór eða álíka ef námstegundin er skilgreind sem hóptími.
- Ekki þarf að aðskilja hóptíma út frá mínútufjölda eins og Einkatíma þar sem tímalengd er sett inn þegar hópurinn er stofnaður. Einungis þarf að setja upp mismunandi hóptímategundir ef hóptímarnir eru með mismunandi skólagjald
-
Fjöldi náms sem notar þessa tegund sýnir það nám sem notar viðkomandi námstegund. Hægt er að smella á örina fyrir framan töluna til að sjá námsgreinarnar og smella á þær í framhaldinu.
Athugið að skilgreiningin smáhópur getur valdið ruglingi. Í kerfinu, er lítill hópur þar sem tveimur eða fleiri nemendum er kennt á sama tíma, skilgreindur sem smáhópur. T.d tveir nemendur í 30 mínútur þar sem hver nemendur „hefur“ 15 mín. Þessa hópa er hægt að setja upp undir Tímar hjá kennurunum.