Þessar leiðbeiningar eru fyrir ofurnotendur/stjórnendur
Deild og Flokkur eru undirstoðir í SpeedAdmin. Þar setur þú upp deildir og flokkar nám undir deildirnar. Þau hafa einnig áhrif á tímaútreikninga kennara.
Áður en þú byrjar er gott að vera búin/n að ákveða hvað er rökréttasta leiðin til að setja upp flokkana fyrir þig og þinn skóla.
Deildir eru hugsaðar fyrir skóla sem ekki eru eingöngu ein tegund af "skóla",
Hér er hægt að flokka skólann í t.d Tónlistardeild, Myndmenntardeild og Dansdeild.
Með flokkunum getur þú aðskilið hverja deild enn frekar, t.d Strengjahljóðfæri, Ástláttarhljóðfæri og Málmblásturshljóðfæri. Það einfaldar síun á öllum námslistum og gefur betri yfirsýn í netumsókn.
Uppsetning á Deild og Flokkum er undir Grunngögn > Deild & Flokkur.
Stofna deild
Fylltu út auðu reitina í grænu línunni.
-
- Deild > skrifar þú nafnið á deildinni.
- Litur > Veldu lit sem verður einkennislitur deildarinnar. (Hex kóði)
- Röð > Ákveddu hvar deildin á að koma í röðinni, nr. 1 kemur efst svo kemur nr. 2 o.s.frv.
- Almenn deild > Á einungis við ef þið eruð með tvo mismunandi gagnagrunna í SpeedAdmin og þú vilt að biðlistar séu samstilltir.
- Smelltu á „Setja inn“ til að stofna deildina.
Stofna flokka
- Smelltu á örina við hliðina á nafni deildarinnar
- Fylltu út nafn flokksins
- Veldu ábyrgðarmann (valkvætt)
- Ákveddu hvar deildin á að koma í röðinni, þar sem nr. 1 kemur efst þar á eftir nr. 1 o.s.frv.
- Smelltu á „Setja inn“ til að stofna flokkinn.
Þegar þú ert búin/n að setja upp deild og flokka, getur þú raðað náminu undir þá, annað hvort þegar þú stofnar nám eða með því að fara inn í hvert nám fyrir sig og breyta á gagnakorti námsins Grunngögn > Nám > velja viðkomandi nám.
Eftir það er hægt að sía deild og flokka á yfirlitssíðu náms
ÁBENDING! – Ef þú hefur þegar stofnað nám áður en þú hefur sett upp deild og flokka, má einnig á fljótlegan hátt setja nám undir rétta flokka á yfirlitssíðunni með því að haka við „Breytanlegt“ í Grunngögn > Nám.
Uppsetning á deild og flokkum er einnig sýnileg undir Grunngögn > Stillingar fyrir umsókn og endurinnritun > Skráningarhæft nám (flipi).
Þar getur þú séð hvernig námið er flokkað eftir þeim flokkum sem þú hefur sett upp. Sem gerir þér kleift að sía og hafa umsjón með skráningu fyrir þessa flokka í heild, sem og eftir einstöku námi.
Dæmi um uppbygging á deild og flokkum
Algengast er tónlistarskólar séu bara með eina deild t.d. Tónlistarskóli. Ef um listaskóla er að ræða, gætu verið fleiri deildir eins og; dansdeild og myndmenntadeild. Síðan eru mismuandi námsflokkar undir hverri deild. Þínir flokkar gætu verið mismunandi tegundir kennslu, t.d hljóðfærakennsla, söngnám, forskóli, tónfræði.
Dæmi með mismunandi deildum ;
Dæmi um uppsetningu
Dæmi um deild sem er flokkuð eftir hljóðfærum:
Sjá nánar: