Þessar leiðbeiningar eru fyrir ofurnotendur/umsýsluaðila
Þegar þú skráir þig inn í SpeedAdmin í fyrsta skipti, þarftu annaðhvort að staðfesta gögn sem hafa verið flutt inn eða stofna notendur (ofurnotendur, kennara).
ÁBENDING! - Til að leita eftir mismunandi notendasíðum eða öðrum úrræðum í SpeedAdmin, prufaðu „Ofurleitina“ efst í vinstra horni í aðalvalmynd !
Stofna nýjan ofurnotanda/stjórnanda
- Farðu inn í Flýtiaðgangur > Kennari
- Veldu „Nýr notandi“
- Fylltu út nauðsynlega reiti á gagnakortinu.
- Veldu notendanafn og undir Valmynd veldu „Ofurnotandi“
- Tegund notanda á að vera "Kennari" eða „Notandi“
- Smelltu á „Stofna“
- Nú hefur gagnakortið verið stofnað
- Farðu í Grunngögn > Réttindi
- Þar finnur þú réttindahópinn fyrir ofurnotendur og smellir á „Meðlimir“
- Í meðlima valmynd veldu annaðhvort flipann "Kennari" eða „Notandi“ (allt eftir því hverskonar notanda þú varst að stofna) og finndu notandann.
- Smelltu á „Setja inn“
Nú ert þú búin/n að stofna nýjan ofurnotandi. Næsta skref er að senda tölvupóst með innskráningarupplýsingum í gegnum SpeedAdmin
- Finndu notandann Ofurleit > nafn notanda/notendaauðkenni
- Á gagnakorti notandans við hliðina á netfangi veldu umslagstáknið
- Þetta opnar skilaboð í gegnum SpeedAdmin og þar setur þú inn nafn viðkomandi sem móttakanda.
- Smelltu á sniðmát hægra megin í tölvupóst boxinu og veldu sniðmátið „Tölvupóstur fyrir gleymt lykilorð“
- Þetta er staðlað SpeedAdmin sniðmát, þú getur breytt textanum ef þú vilt en ALLS EKKI breyta sameiningareit {logininformaton} í tölvupóstinum. Það býr til notandanafn, innskráningarhlekk og möguleika á að búa til lykilorð fyrir viðtakanda.
Það er hægt að stofna nemendur handvirkt í kerfinu en það er best ef hægt er nota umsóknarsíðuna til þess. Það sparar aukavinnu fyrir þig!
Finna og stofna nemanda
- Farðu inn í Flýtiaðgangur > Nemendur í aðalvalmynd
- Smelltu á ”Nýr nemandi” efst til hægri
- Fylltu út nauðsynlegar upplýsingar á tómu gagnakortinu
- Notendanafn er stofnað sjálfkrafa og inniheldur fyrstu 3 stafi í nafni og eftirnafni.
- Notendategund er sjálfgefin sem ”Nemandi” af SpeedAdmin, einnig valmynd og réttindi.
- Smelltu á ”Stofna”
- Nú hefur þú stofnað gagnakort
- Ef þú hefur upplýsingar um forráðamann er hægt að bæta þeim við undir flipanum Forráðamaður og smella á ”Skrá greiðanda”.
Senda innskráningarupplýsingar til nemenda (og forráðamanna)
Athugaðu að sendingar til nemenda þýðir að það sendist líka á forráðamenn, svo athugaðu stillingar fyrir viðtakendur! Þegar aðgangur er gefinn til nemenda og forráðamanna verður uppsetning að vera klár!
- Finnu nýja nemandann Ofurleit > nafn nemanda
- Á gagnakorti nemandans við hliðina á netfangi veldu umslagstáknið
- Þetta opnar skilaboð í gegnum SpeedAdmin og setur inn nafn nemandans sem móttakanda.
- Athugaðu að kerfið mun sjálfkrafa bæta við öllum forráðamönnum nemandans. Hægt er að breyta því með því að smella á þennan hnapp:
og velja aðeins nemendur eða aðra samsetningu
Ef nemandi og forráðamaður eru valdir munu ALLIR fá innskráningarpóst. Það getur verið nóg að einungis nemandi eða einungis forráðamaður þurfi að geta skráð sig inn.
- Smelltu á sniðmát hægra megin í tölvupóst boxinu og veldu sniðmátið „Tölvupóstur fyrir gleymt lykilorð“
- Þetta er staðlað SpeedAdmin sniðmát, þú getur breytt textanum ef þú vilt en ALLS EKKI breyta sameiningareit {logininformaton} í tölvupóstinum. Það býr til notandanafn, innskráningarhlekk og möguleika á að búa til lykilorð fyrir viðtakanda.