Ef að utanaðkomandi prófdómari þarf að hafa aðgang til að vinna í prófi, er hægt að stofna hann sem notanda í SpeedAdmin.
Undirbúningur (þetta þarf bara að gera einu sinni) :
1. Stofna Tegund notanda (Grunngögn > Tegund notandi) – sem getur t.d heitið ‚Prófdómari‘. Ekki haka í neina valmöguleika.
2. Stofna nýjan réttindahóp (Grunngögn > Réttindi) – Prófdómari. Þessi réttindahópur þarf að hafa réttindin:
-
- R_CAN_SEE_ONLY_ASSIGNED_EXAMS
- Próf #2 – Öll – Skoða/Breyta
- Próf #2 Hlaða niður prófskjölum (á eingöngu við ef prófdómari á að geta hlaðið niður prófskjölum til að prenta út)
3. Undir Grunngögn > Réttindi > Meðlimir > Tegund notanda er Prófdómara tegundinni bætt við
4. Undir Grunngögn > Valmynd er einnig hægt að búa til sérvalmynd fyrir utanaðkomandi prófdómara. Í dæminu hér fyrir neðan er Prófyfirlitið valið sem forsíða prófdómarans þannig að þegar hann skráir sig inn í SpeedAdmin þá fer hann beint inn á þá síðu.
Þegar búið er að setja ofangreint upp er hægt að stofna nýjan notanda. Á gagnaspjaldi er valið Prófdómara bæði undi Valmynd og Notandategund. Þá hefur hann eingöngu aðgang að þeim prófum sem hann er skráður prófdómari fyrir og ekki neinu öðru.