Í SpeedAdmin getur prófdómari nú skráð próf. Hann hefur aðgang að öllum þeim prófum sem hann er skráður sem prófdómari fyrir.
Kennari/ofurnotandi hefur líka þann valmöguleika að setja prófið á stöðuna Setja til prófdómara á prófinu sjálfu.
Það þýðir þó ekki að prófdómarinn hafi eingöngu aðgang að þeim prófum, hann hefur aðgang að öllum prófum sem hann er skráður prófdómari fyrir. Þetta er aðeins gert til að einfalda yfirsýn.
Valmynd kennara
Ef kennarar/prófdómarar sjá ekki Próf í valmyndinni sinni þá þarf að bæta því við. Það er gert með því að fara í Grunngögn > Valmynd > Valmyndaratriði (við Kennari)
Í grænu línunni setjið þið inn nafn á valmyndaratriðinu (það er nafnið sem birtist í valmynd) og finnið Próf í fellivalmyndinni. Undir Röð veljið þið númer eftir því hvar þið viljið að Prófin birtist í valmyndinni. Í dæminu hér fyrir neðan er sett inn númerið 17 sem þýðir að Próf mun birtast hægra megin við Skipulagning. Í Stig er sett talan 1 til að fá Próf beint inn á valmynd. Ef talan 2 er sett í Stig munu Próf koma í fellivalmynd undir Skipulagning (þar sem Finna kennara, Finna hóptíma og Tónleikalisti eru með töluna 2 í Stig birtast þau undir Skipulagning).
Uppfæra núverandi prófdómara
Ef þið hafið skráð prófdómara á próf fyrir 16. apríl 2024, þá eru þeir ekki enn tengdir prófinu. Ef þið skoðið Prófyfirlitið og sjáið gular línur þá þýðir það að prófdómari er ekki tengdur prófinu. Í þeim tilfellum þá þarf að opna prófið og eyða út prófdómaranum og velja hann síðan aftur úr fellivalmynd til að prófdómari fái aðgang að þeim prófum sem hann er skráður fyrir.
Nánar um skráningu utanaðkomandi prófdómara má sjá hér