Í umsýslubakkanum undir ósamþykktar gjaldfærslur birtast allar kröfur sem falla á milli 'Síðasta dagsetning fyrir fullt verð' og 'Er ekki innheimt eftir þessa dagsetningu' (Samkvæmt skólagjöldum sem þið setjið upp).
Hægt er að breyta þessum dagsetningum undir Grunngögn > Skólagjald > Opna skólagjald.
Gjaldfærslu þessara nemenda, sem byrja/hætta á milli þessara dagsetninga, þarf að samþykkja sérstaklega í þessu yfirliti.
MIKILVÆGT! Þessar gjaldfærslur verður að samþykkja áður en hægt er að bókfæra þær.
Reitir og aðgerðir:
Reiturinn "Verð": Hér leggur kerfið til verð sem reiknað er út frá fjölda kennslustunda sem nemandi hefur fengið ef upphæð hefur verið sett inn í reitinn "Verð á kennslustund" á sjálfu skólagjaldinu. Það verð er einungis til viðmiðunar. Þú getur breytt verðinu og samþykkt.
Hnappurinn "Samþykkja": Hér samþykkir þú upphæðina sem sett er í "Verð" dálkinn. Annar möguleiki er að velja örina og:
Setja til 0 kr. og samþykkja
Setja á fullt verð (miðað við þá námstegund sem nemandinn er skráður í). Ath. að hér er ekki búið að samþykkja upphæðina.
Setja á fullt verð og samþykkja (miðað við þá námstegund sem nemandinn er skráður í). Hér er uppæðin sett og samþykkt um leið.
Ábending - Ef námstegundin sem nemandinn er skráður í er með 100% afslátt fyrir sama nám, kemur upphæðin inn án afsláttar.
Ábending - Hægt er að velja örina undir "Ástæða" til að sjá hversvegna þarf að samþykkja greiðsluna