Þessar leiðbeingar sýna hvernig sniðmát er búið til fyrir námsmat.
Að búa til sniðmát (Valmynd > Námsmat > Sniðmát)
Byrjið á því að velja 'Nýtt sniðmát' til að búa til fyrsta sniðmátið
1. Settu inn heiti, lýsingu og fót
2. Veldu 'Bæta við spurningu' til að búa til spurningar sem kennarar þurfa að útfylla í námsmatinu.
Ábending - Þegar þú hefur 1x búið til sniðmát getur þú smellt á 'Bæta við núverandi spurningu til að endurnýta þær spurningar sem þú hefur notuð í fyrri námsmötum.
3. Sláðu inn spurningu í tóma reitinn, veldu tegund og hakaðu við ef nauðsynlegt er að fylla hana út til að ljúka við námsmatið. Veldu 'Vista' til að bæta við spurningu, endurtaktu eftir þörfum.
Ábending- Fyrir styttri spurningar mælum við með að þú notir valmöguleikann 'Fellivalmynd', svo þú getir fyrifram skilgreint svör fyrir kennarana þína
4.Ef þú vilt endurraða spurningunum þinum getur gert það með því að smella á hverja spurningu og draga og sleppa á réttan stað.
5. Þegar þú hefur lokið við að gera sniðmátið vertu viss um að velja 'Vista' efst á sniðmátssíðunni. Þú getur líka valið 'Forskoðun' til að sjá hvernig sniðmátið mun líta út:
Sniðmátið er nú tilbúið fyrir kennara til að fylla út.