Þessar leiðbeiningar eru ætlaðar ofurnotendum
1. Farðu í Grunngögn > Stillingar fyrir umsóknir og endurinnritun > Skráningarhæft nám (flipi) Vera í núgildandi skólaári
- Fara yfir það nám sem á að vera í boði í endurinnritun.
- Ef nemendur í hóptíma eiga að flytjast sjálfkrafa í annan hóptíma á næsta skólaári, þá er hægt að setja það upp á þessari síðu.
2. Uppfæra nám (Grunngögn > Nám) – Vera í núgildandi skólaári
- Farið í gegnum núgildandi nám og athugið hvort að það þurfi að uppfæra undirflokka eða lýsingar. Þar fyrir utan gæti þurft að bæta við nýju námi.
Undirbúningur Endurinnritunar
Það er hægt að velja um þrjá máta til að flytja eða endurinnrita nemendur yfir á nýtt skólaár:
- Bæði virkir og biðlista nemendur eru beðnir um að endurinnrita sig til að halda sínu plássi. Þeir munu á sama tíma uppfæra grunngögnin sín.
- Aðeins biðlista nemendur eru beðnir um að endurinnrita sig til að halda sínu plássi á biðlista. Nemendur á biðlistanum sem endurinnrita sig ekki, munu í kjölfarið vera fjarlægðir af biðlista þegar farið er í „tiltekt á biðlista“. Virkir nemendur munu eins og í neðangreindum punkti verða fluttir yfir á næsta skólaár þegar Þjónustudeild SpeedAdmin er beðin um það.
- Enginn endurinnritun – Gert er ráð fyrir að allir virkir og biðlista nemendur haldi áfram. Í þessu tilfelli er settur lokafrestur á afskráningu. Eftir að lokafrestur er liðinn sendir ofurnotandi tölvupóst til Þjónustudeildar SpeedAdmin og biður um flutning á öllum virkum nemendum. Biðlista nemendur eru „óháðir skólaári“, og halda því áfram að vera virkir á biðlista án frekari aðgerða.
Fyrir punkt 2 og 3 getur maður áfram uppfært forráðamanns/nemandagögn þar sem þeir munu sjálfkrafa vera beðnir um að uppfæra reiti sem er settir til „þarf að samþykkja“ þegar þeir innskrá sig.
Lýsingin hér að neðan mun einblína á atburðarás 1 og 2.
1. Athuga stöðu á endurinnritanlegu námi – (Grunngögn > Stillingar fyrir umsóknir og endurinnritun > Skráningarhæft nám)
Veljið „Endurinnritun“;
Allir einka- og hóptímar er sýndir flokkaðir eftir deild. Á listanum er hægt að:
- Virkja / Óvirkja hvort að endurinnritun er í boði fyrir einkatíma/hóptíma.
- Velja annan hóptíma sem nemendur halda sjálfkrafa áfram í ef þeir endurskrá sig
Ef endurskráning er ekki í boði getur nemandinn séð það í endurskráningarlistanum
Ef nám/hóptími á alls ekki að vera sýnilegt í endurskráningu, þarf nemandinn að hafa lokadagsetningu á náminu/hóptímanum (Seinast 31/7). Nám með lokadagsetningu sést ekki þegar nemandinn endurinnritar sig.
2. Reitir– Eru þær upplýsingar sem nemandinn fyllir út þegar hann endurinnritar sig (líka þegar hann sækir um).
(Grunngögn > Stillingar fyrir umsóknir og endurinnritun > Reitir (flipi)).
- Smella á „Breyta“ til að bæta við/fjarlægja reiti, þá er einnig hægt að haka/afhaka í 'Þarf að útfylla' og 'Þarf að samþykkja' og færa til reiti.
- Þarf að útfylla: Reitir sem nemandi/forráðamaður verður að fylla út til að ljúka umsókn
- Þarf að samþykkja: Reitir sem nemandi/forráðamaður verður að samþykkja við innskráningu eða endurinnritun.
ATH. Forráðamaður/Nemandi getur ekki breytt fæðingardegi, kennitölu, fornafni og eftirnafni, en það er hægt að breyta öðrum reitum. Reitir sem „Þarf að samþykkja“ verður að haka við sem samþykkt til að halda áfram endurinnritun.
Dæmi:
3. Stillingar fyrir endurinnritun+ endurinnritunarsniðmát
(Grunngögn > Stillingar fyrir umsókn og endurinnritun> Almennar (flipi))
- Nemendur þurfa að innskrá sig á núverandi skólaár til að gefa upp hvaða nám þeir vilja halda áfram í (þessu er svo breytt þegar nýtt skólaár byrjar).
- Skrániningarár gefur til kynna hvaða skólaár þú færð bekkjarupplýsingar frá
- Skrolla niður á Núverandi nemendur
- „Staðfesta upplýsingar eftir (dagar)“ – Gefur til kynna fjölda daga þangað til forráðamaður/nemandi við innskráningu er beðinn um að uppfæra upplýsingar
- Fara yfir tölvupóstssniðmát Með því að velja Já undir -Fela val á núverandi biðlistanámi-, sér nemandi ekki það nám sem hann er á biðlista fyrir í endurinnritun. Hann endurinnritar sig aðeins í virkt nám.
ATBURÐARÁS 2 – Ef flytja á virka nemendur sjálfkrafa yfir á næsta skólaár en láta nemendur sem eru á biðlista staðfesta veru sína á biðlista er sett Já við -Aðeins er hægt að endurskrá á biðlistann-;
Hér getur þú einnig sett upp valmöguleika fyrir nemendur þegar þeir endurinnrita sig
5. Setjið inn lokadag endurinnritunar og opnið fyrir endurinnritun
Láta vita að endurinnritun sé opin
1. Opnið stillingar (Grunngögn > Stillingar fyrir umsókn og endurinnritun)
2. Farið í Endurinnritunaryfirlit og sendið tölvupóst á alla sem ekki hafa endurinnritað sig. Athugið að það þarf að vera stillt á nýja skólaárið!
Athugið einnig að ef þið sendið á biðlistanemendur frá Endurinnritunaryfirlitinu verður biðlistasían að vera rétt stillt. Nemendur sem hafa sótt um fyrir dagsetninguna verða beðnir um að endurinnrita sig á biðlistann. Nemendur sem hafa sótt um eftir dagsetninguna þurfa ekki að endurinnrita sig, þar sem tiltekt á biðlista mun ekki eiga við um þessa nemendur;
ATH - það er aðeins mögulegt fyrir greiðanda að endurinnrita nemanda. Nemandi getur ekki endurinnritað sig sjálfur.
3. Áður en endurinnritun lýkur er hægt að senda áminningarpóst til þeirra sem ekki hafa endurinnritað sig ennþá. Notið lista hér fyrir ofan.
Í þessu myndbandi sést hvernig forráðamaður fer í gegnum endurskráningu (danska)